Ljósberinn


Ljósberinn - 01.07.1933, Síða 1

Ljósberinn - 01.07.1933, Síða 1
Pá verður pú hólpinn. Ef þú játar með munni þínum Drottin Jesúm og trúir með hjarta þínu, að Guö hafi reist hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. Róm. 10, 9. Hver maður verður að gera munn- lega játningu. Eg spyr sjálfan mig: Hefi ég þá gert þá játningu? Hefi ég opinberlega játað trú mína á Jesúm Krist, að hann sé frelsari minn, sem Guð hafi reist upp frá dauðum. Og hefi ég gert það eins og rétt er fyrir Guði? Þessum spurningum verð ég að svara í allri einlægni. En ég verð líka að trúa með hjart- anu á hinn upprisna Drottin Jesúm. Treysti ég honum sem minni einu hjálp- ræðisvon? Kemur þetta traust frá hjarta mínu? Þessum spurningum mín- ,um verð ég líka að svara, eins og fyrir augliti Guðs. Geti ég nú með sönnu sagt það al- skygnum Guði, að ég hafi bæði játað Krist með munni mínum og trúað á hann með hjarta mínu, þá er ég hólp ■ inn. Textinn segir ekki, að ég geti ef til vill orðið hólpinn, heldur er það heiðum himninum ijósara, — þar segir aðeins: »Þú munt hólpinn verða.« Sem játandi og trúaður maður verð ég að geta lag't hönd mína á þetta fyr- irheit og geta borið það fyrir mig nú á þessu augnabliki og alla æfi mína til enda, og á dauðastundinni og' á degi dómsins. Eftir þessu blessuðu fyrirheiti hlýt ég að frelsast frá sekt syndarinnar og frá valdi hennar og svo loks frá synd- ugleikanum sjálfum. Guð-hefir sagt það. »Þú munt hólpinn verða.« Eg trúi því. Eg mun hólpinn verða. Guði séu þakkir, sem mér hefir sigur- inn gefið, fyrir Drottin vorn Jesúm Krist. Amen. ----•> <S> <—- GöMUL BÆN. Ö, Drottinn, ég grátbæni þig, vernd- aðu alt mannkynið. Gef oss frið á jörðu. Þessi bæn, sem sögð er að vera kom- in frá einu af stríðslöndunum, er send í allar áttir með ósk um að útbreiða hana. Ljósberinn umbiðst að birta hana lesendum sínum. Einn af lesendum Ljósberans. ----------------

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.