Ljósberinn


Ljósberinn - 08.07.1933, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 08.07.1933, Blaðsíða 2
182 LJÖSBERINN Saga efíir GuScunu Cámsdottur, xibub fyrír_____ „íjQsljerann". [Frh.] Það brá nærri viðkvæmum svip á andlit frúarinnar, á meðan hún var að lesa bréfið, sem bar svo mjög' vott barnslegs saknaðar og heimþrár. Frúin las hvert bréfið af öðru, og lagði þau jafnharðan frá sér, er hún hafði rent augunum yfir þau. Það leit einna helzt út fyrir, að hún væri að leita að einhverju sérstöku í bréfunum hennar Diddu, þótt eigi yrði það lesið úr svip hennar, að sú leit bæri neinn árangur. Hún las eftirfarandi bréfkafla með töluverðri athygli: »Skarkali stórborgarinnar truflar 'lnig. líg þrái meiri kyrð, og nú liefir mér komið til liugar að leita fyrir mér i sveitinni, og fá mér vist á góðu sveitaheimili. — Líklega fer ég á prestssetur úti á Jótlandi, þar á ég að vera frúnni til aðstoðar við inni- verkin. Ég fæ litið lcaup, ég kæri mig ekki um hátt kaup, ef mér líður vel og þarf ekki að strita alt of mik- ið. — Það er löng leið þangað. Það verð- ur gaman fyrir mig að ferðast ofur- lítið og sjá mig um liér í þessu fagra og frjósama landi, sem viðast hvar er vafið skógi og ilmríkum gróðri. Ég lilakka til að bruna áfram með eimlestarhraða. Það verður á við œf- intýri í »Þúsund og einni nótt«, ert þó get ég ekki hugsað mér, að það verði skemtilegra en að hleypa gæð- ingi heima á Islandi! — Elsku pabbi og mamma, ég veit, að þið hugsið altaf um mig og biðjið Guð fyrir mér, og ég veit einnig, að mátt- ur kœrleikans getur brúað öll djúp. En oft vex mér í augum breiða hafið, sem aðskílur okkur núna, og þó flýgur hugurinn yfir það á einni svip- stundu! Enn sem komið er má ég ekki hugsa um það, nema sem allra minst, því að þá kemur heimþráin, og hún er svo sár. Eg spyr stundum sjálfa mig, hvort ég mundi vilja losna við liana að fullu og öllu, en ég held, að hún sé í raun og veru gagnleg, og styrki samband mitt við átthag- ana og ykkur, elsku pabbi minn og mamma; þó hún knýi stundum tár af hvörmum minum, vil ég þó ekki los- ast við hama alveg. Einnig felur hún með sér endurfundavon og gleði, sem ég sízt af öllu vildi vera án, og að lolmm hvetur hún mig til þess að biðja Guð, og bænin gerir mig svo örugga og sæla. Eg þakka ykkur, elsku foreldrar, að þið kenduð mér að biðja, ég vildi óska, að allir for- eldrar hugsuðu um það, hve mikils virði það er fyrir börnin, að geta beð- ið Guð; ég á ykkur margt að þakka, en ekkert, ekkert fremur en það —«

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.