Ljósberinn - 08.07.1933, Blaðsíða 1
_____—.-------------------------
mmm
I
jJTesús sag&i: Meyfib h&i'hunum
að kema íil mín qgkamríð þeíni þa? ýhki
/>i>í a% slíHum heuríf Quðs rík't iil
—_.—:— ...........~--¦-------------------
Reykjavík, 8. júlí 1933.
24. tbl.
Bosi Beaediktsson á Staðarfelli.
(F. 1771, d. 1849).
Forfeður Boga Benediktssonar voru
harðfengnir og atorkusamir bændur,
miklir fyrir sér, höfðingjar í lund og fé-
sælir. Móðir hans var systurdóttir
Bjarna Pálssonar, fyrsta landlæknis á
Islandi (d. 1779).
Benedikt faðir hans var enginn eftir-
bátur forfeðra sinna og fésæll og fram-
takssamur.
Bogi gekk í Hólaskóla (1790) að ráði
Hildar móður sinnar, því móðurfrænd-
ur hans tveir voru .þá kennarar við skól-
ann. Þaðan útskrifaðist hann eftir 5
vetur (1795) og hefði líklega orðið
snjallasti kennimaður. En embættis-
brautin átti ekki fyrir honum að liggja,
heldur kaupmenska fyrst framan af, en
síðan (1827) settist hann að föðurleifð
sinni, Staðarfelli. Hann dó að Staðarfelli
25. marz 1849, á 78 ári.
Bogi var fríður sínum og karlmann-
legur. Fór snemma að safna íslenzkum
sögubókum og öðrum fræðibókum og
átti allgott handritasafn. Hann gaf sig
snemma við íslenzkri ættfræði og sagn-
fræði. En aðalrit sitt »Sýslumannaæf-
irnar« ritaði hann eftir það er hann var
algerlega seztur um kyrt að Staðarfelli.
Pað er merkasta mannsagna og ætt-
fræðirit í ísl. bókmentum. Þykir vei
hafa til tekist, að hann komst út úr
verzlunarbraskinu og gafst tími til að
vinna í kyrð og næði að þessu þarfa og
þjóðnýta verki. Ekki þurfti hann neitt
að skifta sér af bústjórn utan húss né
innan. Kona hans Jarþrúður annaðist
það alt með mesta skörungsskap. Hún
á'því mikilvægan þátt í því, að »Sýslu-
mannaæfirnar« hans verða ævarandi
minningarmark um elju hans og vand-
virkni. —¦