Ljósberinn


Ljósberinn - 02.09.1933, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 02.09.1933, Blaðsíða 3
LJÓSBERINN 247 Soffíu veittist það auðsjáanlega mjög örðugt að sitja kyr undir ávítunarræðu frú Steinvarar. Hún kunni ekki við að standa upp fyr en frúin hefði lokið máli sínu, en henni gafst tækifæri til þess, þegar frúin þagnaði og lagði 50 krónu seðlana á borðshornið fyrir framan hana. Soffía varð kafrjóð í . andliti, hún greip báðum höndum utan um bakið á stólnum, sem hún hafði setið á, henni var örðugt um mál er hún mælti með djúpri, titrandi rödd: »Frú! Þér hafið rekið mig burt af heimilinu — sagt mér upp vistinni fyr- irvaralaust. Yður væri það auðvitað fullkomlega heimilt, hefði ég hegðað mér ósæmilega á einhvern hátt. En yður er ekki heimilt að bera á) mig rangar sakir, — bregða mér um kæruleysi og ótrir mensku. Ég kannast alJs ekki við að hafa haft það í frammi hér. Ég end- urtek það frú, yður er það ekki heimilt.« Frú Steinvör var staðin upp úr hæg- indastólnum. Hún gekk feti nær Soffíu og bar yfir hana. höfuð og herðar. Soffia hörfaði undan hinu stranga augnaráði frúarinnar, sem bar með sér bæði undr- un og lítilsvirðingu. Að Soffía skyldi leyfa sér að tala þannig í áheyrn henn- ar! — »Soffía!« sagði hún loks, og rödd hennar var hörð og köld eins og stálið. »Látið þér yður ekki annað eins um munn fara! Þér hljótið að finna til þess nú, jiegar komið er að skuldadögunum, hve illa þér hafið staðið í stöðu yðar. Þér hafið alls enga afsökun. Alls enga. Þér liafid kent Rúnu litlu að segja ósatt, með því að leyfa henni að fara á bak við mig, brjóta reglurnar, sem ég setti henni, og leyna mig sannleikanum. Þetta er öldungis sama sem að segja ósatt. Og svo komið þér hingað, fram fyrir mig og berið það blájkalt fram að þér hafið verið trú og samvizkusöm! Þetta væri beinlínis hlægilegt, ef það væri ekki jafn alvarlegt og það er. Það sýnir blindni yðar, og hve þér eruð sneiddar Idví að kunna skil á réttu og röngu. Og hvernig ættuð þér þá að geta leiðbeint barni? Enda hefir það sýnt sig að þér eruð ófærar til þess, — við því er ekki annað að gera, en það, sem ég þegar hefi sagt, þér látið af starfi yðar hér og farið burt af heimilinu.« Soffía mælti ekki orð frá vörum. Hún stóð eins og rígnegld ofan í gólfið, og starði opnum augum á| alt og ekkert. Frú Steinvör bandaði hvítri hönd. sem gullhringarnir glóðu á, að borðinu þar sem peningarnir lágu. »Þarna er kaupið yðar,« sagði hún. »Hirðið þér það!« En Soffía leit hvorki til hægri né vinstri og hreifði sig ekki úr stað. »Ég læt svo útrætt um þetta,« hélt frúin áifram og bjóst til að ganga út úr herberginu. Þá var eins og Soffía vaknaði af dvala. »En ég læt ekki út- rætt um það!« brópaði hún með grát- staf í kverkunum.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.