Ljósberinn


Ljósberinn - 02.09.1933, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 02.09.1933, Blaðsíða 6
LJÖSBERINN 250 Þyrí vissi ekki hvaða kjól hún átti að taka. Hún leit inn í skápinn, þar sem • fötin hennar héngu; en þar var enginn búningur, sem hæfði þessu tækifæri. Ljósblái línkjóllinn með silkileggingun- um, var óhæfur til skemtifarar út um allan skóg, og sá guli með kniplingun- um líka, og hinn hárauða með flosinu þorði hún alls ekki að snerta, því að setjum nú svo, að þau mættu ólmum bola út í skóginum. Hvað þá? Og hvítu kjólarnir báðir yrðu gereyðilagðir. Nei, það gat ekki komið til mála, að hún skálmaði í fínum kjólum út um skóginn. Og ekki stóð miklu betur á með skóna hennar enda þótt hún hefði heilt úrval af þeim. Þeir voru allir of fínir og ekki til þess gerðir að þramma á þeim um skóginn; þeir myndu fljótt skemmast, sögðu þau Jóhannes og Maja, sem hún hafði spurt ráða í þessu ráðaleysi sínu. Það var ekki laust við að hún fyndi dálítið til sín, þegar hún var að taka þessa dýrindiskjóla út úr skápnum, hvern af öðrum og sýna þái og heyra Maju Ijósta upp aðdáunarópi hástöfum. Og Jóhannes, sem annars var svo spak- ur, sagði að þeir væru feiknalega fínir. En hann hafði rétt fyrir sér, það sá hún, þegar hann bætti því við, að kjól- ar hennar og skór, svo fínir sem þeir væru, gerðu jafnlítið gagn og »perlu- stakkurinn,« sem hungraði pílagrímur- inn fann í eyðimörkinni — þeir væru til einskis nýtir. — Já, Þyrí skyldi það ofboð vel. Hún hafði einu sinni verið með Jóhannesi þegar hann var að fá sér hrís í sópa; hún hafði klifrað yfir garða og lifandi trjágirðingar á eftir honum, stokkið yf- ir grafninga og ruðst í gegnum kjarr- ið þar sem það var þéttast, svo að hún dró leggingarnar á! kjólnum sínum eins og druslur á eftir sér. Hún hafði dag- inn þann fengið hugboð um, hve lítill veigur var í fötunum hennar til þeirra nota. Nei, hún mátti ekki hugsa til þess að vera fín úti í skógi. — »Það var líka ergilegt, að móröndótti baðmullarkjóllinn er svo hræðilega ó- hreinn,« sagði hún andvarpandi að lok- um. Það fór alveg eins og í sögunni um öskubusku, þar sem guðmóðirin útveg- aði dansbúning handa veslings stúlk- unni — hurðinni var lokið upp og prestsekkjan kom inn með móröndótta kjólinn á handleggnum. Hann var þveg- inn og fínstrokinn og svo hafðí hún með sér nokkra rauðtiglótta klúta, sem þær Þyrí og Maja áttu að hafa á höfðinu. Guðmóðurinni í ævintýrinu hefir varla verið heilsað með meiri gleði og þakk- læti af öskubusku, en frú Steiney var heilsað af báðum litlu stúlkunum. En nú reið á að flýta sér. Þau Ebba og Edvarð, börn prestsins, sáust á gangi úti við skóginn þá þegar og alt var í reglu. Stúlkurnar þutu af stað til að taka á móti þeim Edvarð og Ebbu; þau báru körfu fulla af eggjum til miðdegisverð- ar og inndælar heimabakaðar smákökur. Það var mesti fjöldi af þeim kökum. En það kom alls ekki til mála að þær fengju að bragða á! hinni allra minstu, áður en þau færu út í skóginn. — Og Ebba bar fulla fötu af rjóma til að hafa með jarðarberjunum úr skógin- um, því að þær voru vissar um að þær fyndu grúa af þeim. Þyrí var í móröndótta kjólnum, móö- irin og börnin í elstu fötunum sínum, og allar höfðu þær klúta yfir höfði, því að hattar hefðu getað orðið þeim til óþæginda við berjatínsluna. Pétur hafði hvergi sést um stund; en nú kom hann þjótandi með langa stafi. sem hann skifti milli allra viðstaddra. Gömlu Lenn var nú síðast sagt fyrir verkum. Hún átti að þjóna Gústaf, þeg- ar hann vaknaði, því að hún hafði beiðst

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.