Ljósberinn


Ljósberinn - 15.02.1934, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 15.02.1934, Blaðsíða 10
34 LJÖSBERINN »Þá ætti hún að koma strax í dag!« hrópaði Oddný. »Eða m.jög' bráðlega,« bætti gesturinn við, og bjóst til að fara. »Æ, komið þér fljótt aftur!« hrópaði Oddný á eftir henni, er hún hvarf út úr bæjardyrunum. XI. Sunnu d ag a s kólinn. Lotta á Hóli löðraði sápu í vatnið, svo að freyddi út úr skálinni. »Því ferðu svona illa með sápuna, barn?« spurði mamma hennar byrst. »Sápan er of dýr, til þess að sólunda henni si svona.« »Hann Pési er svo óhreinn, ég verð að hafa svona mikla sápu, ef ég á að ná af honum óhreinindunum,« sagði Lotta. »Mig langar ekkert til, að krakkarnir hlæi að því sín á milli, hvað hann er óhreinn. Og kennarinn segir, að við verðum æfinlega að vera hrein, bæði um háls, andlit og hendur. Hún áminnir okkur altaf um að þvo okkur vel um hendurnar, sérstaklega neglurnar. Hún segir(i að það sé svo skaðlegt að vera óhreinn undir nöglun- um. Pési er æfinlega kolsvartur undir nöglunum. Heldurðu kanske að það veiti af að hafa nóga sápu á hann? — Komdu nú Pési, ég ætla að ræsta þig reglulega vel, áður en þú. leggur af stað með aðgöngumiðana á barnasamkomuna hennar ungfrú Jockums.« Lotta lét ekki sitja við orðin ein, og •það kom að litlu gagni fyrir Pésa, að kveina og kvarta, systir hans hætti ekki, fyr en hendur hans og neglur voru því nær blóðrisa undan bursta og sápu. »En nú ertu líka almennilega þveginn!« sagði Lotta þá hróðug. »Passaðu þig svo að útata þig ekki, þangað til við för- um. Ég skrepp allra snöggvast til henn- ar Rúnu með miðann hennar. Þú bíður þangað til ég kem aftur, svo verðum við samferða með hina miðana.« - - Lotta drap að dyrnm, eftir að hún hafði staðið stundarkorn fyrir fram- an anddyrið og virt fyrir sér stóru for- dyrahurðina á sýslumannshúsinu. Það leið góð stund, svo að enginn kom til dyra, og Lottu datt helzt í hug, að enginn væri heima. Aftur hugkvæmd- ist henni ekki að hringja dyrabjöllunni, og var komin á fremsta hlunn með að hörfa frá húsinu, er hún heyrði hárka- legt fótatak, og rétt á eftir lýkur frú Steinvör upp fordyrahurðinni og gægist fram í dyragættina. Lotta steig ósjálfrátt fáein skref aft- ur á bak, þegar hún sá frúna. Hún var klædd í skósíðan slopp úr rauðrósóttu silki, svo fallegu, að Lotta hafði aldrei séð annað eins litskrúð utan á nokkurri manneskju. Og skórnir, sem hún hafði á fótunum, voru logagyltir með skraut- legum skúfum á ristinni. Það var ekki nema ofur eðlilegt, að Lottu yrði star- sýnt á þennan stássklæðnað frúarinn- ar, enda varð henni það á, í stað þess að bera upp erindið. En frú Steinvör kunni því heldur illa, og spurði heldur hranalega, hvað hún væri eiginlega að erindreka. Lottu varð ógreitt um svar,, af því að henni brá svo við hið kaldranalega ávarp frúarinnar. Loks sagði hún, þótt með hálfum huga væri: »Eg — ég ætla að finna hana Iiúnu.« »Svo þú ætlar það!« svaraði frúin með ískaldri rödd og enn káldara augna- ráði, er hún mældi Lottu frá hvirfli til ilja í gegn um gullspangar gleraugun. »Einmitt það! En ef að Rúna litla væri alls ekki til viðtals, hvað þá?« og frúin hallaði undir flatt um leið,, eins og til þess að leggja sem mesta áherzlu á spurninguna. Það kom hik á Lottu.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.