Ljósberinn - 15.02.1934, Page 12
36
LJÖSBERINN
Við megum vera alveg viss um, að hann
heyrir til okkar.«
»Ög' hjálpar okkur?«
»Já, sannarlega. Það er svo gött að
biðja hann og örugt að treysta honum.
Hvorki úti né inni þurfum við að vera
hrædd, hvernig sem veður er og hvað
sem á gengur, ef við treystum honum.
Hann varðveitir okkur og hjálpar okk-
ur. Höndin hans er máttug og hjarta
hans brennur af kærleika.
Eitthvað á þessa leið höfðu orðin fallið
í skólanum.
Nú sat ég heima um kvöldið, þreytt-
ur og þungur í huga og átti að búa mig
undir morgundaginn. Eg átti nú sjálfur
að lifa því trúar- og bænarlífi, sem ég
hafði verið að prédika fyrir börnunum.
Það var vandinn meiri.
Þá var drepíð hljóðlega á dyrnar hjá
mér. Eg snéri mér við, og þarna var þá
Jóhannes litli kominn,, glaður og bros-
íeitur, og horfði stóru og sakieysislegu
barnsaugunum til mín.
»Kennari, á ég að segja þér nokkuð?«
»Já, þakka þér fyrir, Jóhannes, það
þykir mér vænt um. Kom þú og settu
þig hérna hjá mér.«
»Eg og hún Jóhanna systir mín vor-
um úti í haga að leita að tveimur kúm,
sem voru horfnar.«
»Voruð þið það? Núna í kvöld, svona
seint? Varstu ekki myrkfæiinn?«
»Nei, maður þarf ekki að vera hrædd-
ur, þegar Jesús er með í förinni. Eða
þarf maður þess?«
»Nei,, það er satt, Jóhannes, maður
þarf þess ekki. En hvernig gekk það,
funduð þið kýrnar?«
»Já. En við hefðum víst ekki fundið
þær svo fljótt, ef við hefðum ekki beðið
Jesú að hjálpa okkur.«
»Báðuð þið,Jesú?«
»Við vorum lengi búin að ganga og
leita og leita. Það var íarið að dimma.
Og svo settumst við niður. Jóhanna fór
að gráta. En svo báðum við Jesú að
hjáípa okkur, Qg þá var ég' viss um, að
við mundum finna þær.«
»Varst það þú, sem fanst upp á að
biðja?«.
»Nei, það var hún Jóhanna. En víð
báðum bæði. Og ég bað Jesú um, að ég
fengi að sjá þær fyrst. Svo lögðum við
af stað, yfir holt og hæðir. Og ioksins
kom ég auga þær og kallaði:
»Jóhanna, nú sé ég þær!«
Þarna stóð hann fyrir framan mig,
blessaður drengurinn, svo sæll og glaður.
Mér fanst sem hann væri eng'ill Guðs
með boð tii mín frá æðra heimi. Svo
hug'heill var hann, allur og óskiftur í
því, sem hann var að seg'ja. Og' svo
hrifinn af því sem gerst hafði, og himin-
glaður og þakklátur fyrir það, að Jesús
hafði heyrt bænina hans. Hann kvaðst
hafa mátt til að koma og segja mér frá
þessu.
Eg tók hann í fang mér og' faðmaði
hann að mér. Mig langaði til að segja
honum um barnavininn mesta — hann,
sem elskar börnin svo innilega, fylgir
þeirn hvar sem þau eru, heyrir bænirn-
ar þeirra, hjálpar þeim og greiðir veg
þeirra á allan hátt.
En ég varð svo hrifinn og klökkur,
að ég gat ekkert sagt. Mér fanst hver
hugsun mín svo þurleg og hver setning
svo köld og ósamboðin hinni heilögu
hrifningu, — eins og hvert orð mundi
skygg'ja á eða skerða hina hreinu og ör-
uggu fullvissu barnsins um það, að Jes-
ús er æfinlega hjá þeim,, sem biðja hann,
boðinn og búinn að hjálpa þeim, sem
treysta honum.
Og í raun og veru fanst mér, að héi'
hefði ég eiginlega engan rétt til að tala.
Svo lang't fanst mér ég standa að baki
skólabörnum mínum í barnslegri trú og
trausti til Guðs. Eg varð að þeg'ja. Að-
eins hlýða á — og læra,