Ljósberinn


Ljósberinn - 15.02.1934, Side 13

Ljósberinn - 15.02.1934, Side 13
LJÖSBERINN 37 Það var Jóhannes litli, sem nú var kennari minn. Mörg ár eru nú liðin síðan þetta gerð- ist. — Bæði ég og' Jóhannes höfum nú öðl- ast aukna reynslu þess, að -Jesús heyrir bænir. Oftar en einu sinni hafa okkar þyrstu sálir fengið að teiga svaladrykk úr sístreymandi lindum náðar hans. En í dag,, þegar minningarnar þyrpt- ust að mér, vaknaði hjá mér löngun til að hrópa út um víða veröld: Verið eins og börnin! Biújið Jesú! Treystið honum! Æfin- lega! Iívað sem að höndmn ber! Evg. Á. Jóh. ------------ Kristján. Yzt í útjaðri borgarinnar bjuggu for- eldrar Kristjáns. íbúðin þeirra var lítil, aðeins eitt herbergi og eldhús, en þarna bjó litla fjölskyldan glöð og ánægð, því það er ekki bráðnauðsynlegt að hafa stóra íbúð til þess að geta verið glaður og ánægður. Faðir hans gekk að vinnu sinni á hverjum morgni, því að hann var verka- maður, og móðir hans aðstoðaði við heim- ilisstörfin hjá kaupmanninum, sem bjó í sama húsi og þau, á hverjum föstu- degi og laugardegi. Aðra daga vikunn- ar var hún heima og annaðist eigin heimilisstörf. Kristján var þegar orðinn stór vexti, eftir aldri, hann var 12 ára,, og var hann sendisveinn hjá grænmetissala einum á næsta götuhorni. Hann fór sendiferð- ir um bæinn fram og aftur fyrir hús- bónda sinn, og oft og tíðum varð hann að fara með vörurnar upp á þriðju og fjórðu hæð. I fám orðurn sagt, þá var Kristján duglegur og einkar samvizku- samur sendisveinn. En hve Kristjáni þótti indælt að koma heim á kvöldin! Það var búið að kveikja á lampanum og mamma var búin að breiða dúk á borðið. Pabbi sat í hæg- indastólnum, sem stóð við arininn úti í horni. Stóllinn var svartgljáður, en einu sinni höfðu verið málaðar Kínverja- myndir aftan á bakið á honum, sem elli og slit höfðu nú máð í burtu að heita mátti. Þetta var ekki svo undarlegt, því stóllinn hafði verið eign föðurömmu. En nú sat pabbi í honum með mjúka inni- skó á fótunum og naut hlýjunnar og’ heimilisánægjunnar. Þá mátti ekki gleyma litlu systur, henni Maju litlu. Hún var langlíkust dálitlum hnykli, svo var hún feit og' bústin. Og hún gat hlegið og skríkt svo hjartanlega, að allir á heimilinu urðu að hlæja með henni. Þeim þótti öllum svo innilega vænt hverju um annað og voru einkar ánægð með kjör sín, þó smábrot- in væru. Svo bar það við,, eitt kvöld 1 nóvembermánuði, í kalsaveðri að faðir Kristjáns kom heim gegnvotur og kald- ur, svo að hann var með munnherkjur og leit mjög veikindalega út. »Þú ert þó,, vænti ég ekki orðinn al- vai’lega veikur?« spurði kona hans skelk- uð. — »Það held ég ekki, ég býst við að þetta stafi af því að ég er svo gegnblautur,« svaraði hann. »En annars er ég eitt- hvað ónotalegur og þreyttur venju frem- ur, svo ég held að mér sé bezt að liátta undir eins.« »Já, gerðu það, pabbi,« sagði Maja ’litla, »og' svo srneygi ég mér niður í ból- ið til þín og leik mér við þig'.« Henni þótti ákaflega gaman að leika sér við pabba sinn í bólinu á sunnudagsixiorgn- ana. Hún var einkanlega leikin í þvi að steypa sér klukku ofan á sænginni og nú hugði hún gott til að geta skemt sér

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.