Ljósberinn - 15.03.1934, Síða 7
LJÖSBERINN
67
reynist góður drengur. En þú veizt víst,
hverjum það veitir mesta gleði.«
»Hverjum þá mamma?«
»Manstu ekki, hvað ég sagði þér í gær.
og hvað þú sagðir þá?«
»Jú, þú sagðir mér, að Jesús elskaði
okkur og hefði dájð fyrir okkur.«
»Já, og þá sagði ég: »Viltu ekki, barn-
ið mitt, gera eitthvað á móti fyrir Jes-
úm?« Og þá svaraðir þú: »Ég vil gera
eitthvað mikið fyrir Jesúm, mamma.«
»JÚ, ég man það vel.«
»En ef þú gæfir nú Hans boltann í
stað þess að láta við það lenda að lána
honum hann?«
Að svo búnu gekk hún burtu og lét
hann velta þessu fyrir sér sjálfan.
Hvað átti hann að gera? Hann elskaði
þó Jesúm, sem hafði búið svo í Jiaginn
fyrir liann, að honum stæði opinn him-
ininn. En honum þótti líka undur vænt
um. boltann sinn. Og svo var hann nu
nýbúinn að finna hann aftur. Átti hann
þá að geía boltann?
Skömmu seinna var barið að dyrum
hjá ekkjunni. Ottó var kominn aftur.
Ekkjan hélt, að hann væri kominn til
að sækja boltann sinn. Hans stakk þá
boltanum skelfdur undir ábreiðuna. En
Ottó gekk þá brosandi að rúminu og
sagði: »Þú mátt eiga boltann, Hans, ég
gef þér hann.«
»Nei, hvernig geturðu fundið upp á
því,« sagði ekkjan og táraðist — »góður
drengur ert þú.«
Ottó sneri sér við og leit á hana, bros-
andi og' mælti:
»Jú, ég vil svo fegin gera eitthvað fyr-
ir Jesú, því að hann er svo góður.«
Að svo mæltu gekk hann út úr stof-
unni.
Ottó gekk heim glaður í skapi; -aldr-
ei hafði hann fyr leikið sér með öðru
eins fjöri og gamni eins og þennan dag-
inn, þegar hann gaf sjúka drengnum
boltann sinn.
• .................................. . : •
®/ í®
Bænalíf Jesú.
m
En svo bar við um þessar mundir, að
hann fór út til íjallsins, til þess að biðj-
ast fyrir, og var alla nóttina á bæn til
Guðs. - Lúk. 6: 12.
Ef vér gætum hugsað oss nokkurn,
fyrr eða síðar, er lifað gæti lífi sínu án
bæna, þá mundi það vera Guðs-sonur-
inn, hann, sem var hreinn, heilagur og
syndlaus. En guðspjöllin bera honum alt
annan vitnisburð. Enginn hefir beðið
jafn mikið og hann, — enginn háð jafn
harða bænar-baráttu, eins og Frelsari
vor. Kærleikur hans til Föðursins var
svo mikill, að hann varð að eiga viðtal
við hann tímum saman. Og oss elskaði
hann svo heitt, að hann varði miklum
tíma til að biðja fyrir oss.
Guðs börn ættu að virða sem bezt
fyrir sér bæna líf Jesú og læra af hon-
um. Lærisveinarnir sögðu einu sinni við
hann: »Herra, kenn þú oss að biðja, eins
og Jóhannes kendi lærisveinum sínum.«
— Jesús gaf oss fyrirmynd, svo að vér
sklydum kappkosta að líkjast honum.
Ilann notaði næturkyrðina til þeirrar
iðju. Þá er ekkert sem truflar; vinnunni
lokið og allir gengnir til náða.
Jesús var einn uppi á fjalli aleinn.
Það er blessunarríkt að vera á samkom-
um og biðja með öðrum. En vér þurf-
um líka að vera í einrúmi — aleinir,
og opna hjörtu vor fyrir Guði, svo að
hann nái að tala til vor.
Heilar nætur var Jesús á bæn. Lið-
löng nóttin varð honum ekki of löng.
Hvorki nætursvalinn né náttmyrkrið
megnaði að hamla honum. Líkam-
lega þreytan hvarf. Einveran styrkti