Ljósberinn - 15.03.1934, Blaðsíða 11
71
LJÖSBERINN
»Já, þessu bjóst ég við,« sagði faðir
hans. »Það er mannsefni í þér. Þegar
þú ert orðinn höfðinu hærri, skaltu fá
að róa fiskibátnum mínum. Slík afrek
auka þrótt finskum drengjum.«
Mikael hugsaði líkt og faðir hans, aö
það mesta í heiminum væri máttugir
armar, góður stálbogi og beitt stríðsöxi.
- En svo bar það til einn dag, að hann
fékk að fara með föður sínum í kirkju.
Og þar var margt mjög merkilegt að
sjá og heyra, fanst honum: helgimyndir,
reykelsi, latneskar bænir og tíðasöngvar.
»Eg skil ekkert,« sagði drengurinn.
»IIvað er það, sem þeir eru að syngja?«
»Það er latína,« svaraði faðir hans.
»Iivað skyldi það annars vera? Það er
ekki hægt að tala við Guð á neinu öðru
máli.«
»Getum við þá ekki talað við Guð á
finsku?« spurði drengurinn. Sjálfur tal-
aði hann finsku og flestallir þeir, sem
hann þekti, og honum fanst það kyn-
legt, að þeir skyldu ekki geta talað við
Guð á, sínu máli, né skilið það, sem Guð
sagði.
»Nei, Guð skilur ekki finsku,« svaraði
faðirinn. »Hann skilur ekki annað en
latínu.«
Þetta var undarlegt, fanst drengnum,
Að Guð skyldi vera svona fákunnandi!
En hann þorði ekki að spyrja um fleira.
Eftir messu þurfti faðir hans að hitta
prestinn að máli; gekk hann því inn í
skrúðhúsið til hans og drengurinn með
honum.
Á borðinu lá eitthvað fallegt og fáséð,
með allavega strikum og myndum.
»Hvað er þetta?« spurði drengurinn.
»Það er bók,« svaraði faðir hans.
Bók! Hvað gat það verið? Mikael hafði
aldrei séð neitt þessu líkt. Hann færði
sig nær og horfði á þennan merkilega
hlut, sem nefndur var bók. Hún var
stór og þykk, með skrautlegum bókstöf-
um, Sumir voru bláir, aðrir gulir, græn-
ir og rauðir. Flestir voru þeir þó svart,-
ir, og utanmáls helgimyndir með kórón-
um á höfði. I þá tíð var aðeins ein
prentuð bók til í landinu, og það var
tíðabók á latínu. Allar aðrar bækur voru
handritaðar og því afar dýrar. Ein slík
bók gat kostað eins mikið og heil bú-
jörð.
»Hvað tákna þessi hlykkjóttu strik?«
spurði drengurinn.
»Það eru bókstafir. Að búa þá til, er
kallað að skrifa, og að skilja þá, það er
kallað að lesa.«
»Get ég fengið að læra að lesa og
skrifa?«
»Nei, það geta engir, nema prestarn-
ir.«
»Ég' vil vera prestur,« sagði drengur-
inn.
»Nei-nei, alt annað fremur en þaðk
svaraði faðir hans og glotti við. »Þá
yrðir þú að læra latínu.«
»Er það svo erfitt, pabbi?«
»Já, það er tungumál Guðs, og það
læra menn hvergi, nema í skólanmn.«
»Eg vil fara í skóla og læra latínu,«
sagði drengurinn. »En þegar ég er orð-
inn prestur, ætla ég að biðja Guð á
finsku. Og ef hann ekki skilur mig,
ætla ég að segja við hann á latínn:
»Kæri Guð, lær þú að tala finsku, svo
að við getum öll skilið það, sem þú segir.
Við viljum svo gjarna tala við þig!«
Presturinn stóð áléngdar og heyrði
samtalið. Klappaði hann nú drengnum
á öxlina og sagði:
»Mikael litli, þú talar eins og þú hefir
vitið til! Biblían er rituð á latínu og
grísku, og bvernig ætti Guð að geta
talað annað tungumál en það, sem hann
notar þar? En það er engan veginn ó-
hugsandi að þú getir orðið prestur. Ég
ætla að tala um það við hann föður
þinn.«
Faðirinn svaraði því til, að drengur-
inn væri heitinn eftir höfuðenglinum