Ljósberinn - 15.03.1934, Page 12
72
LJOSBERINN
Mikael, og ætti að verða bjargvættur
þjóðar sinnar. »Og til þess þarf hann
hvorki að kunna að lesa né skrifa lat-
ínu,« bætti hann við.
»Hann mun verða bermaður Guðs og
þjóðar sinnar, en með öðrum vopnum en
sverði og boga,« sagði presturinn.
Nokkru seinna var presturinn á gangí
niður við sjó, með hinum nafnfræga
skólastjóra Jóhannesi Erasmur frá Vi-
borgarskóla, sem þá var í heimsókn hjá
prestinum. Voru þeir að tjá hvor öðrum
áhyggjuefni sín: hið slæma ástand í
landinu, yfirgang Kristjáns grimma og
blóðbaðið í Stokkhólmi, svo og um »villi-
trúarmanninn« Martein Lúther, sem
vildi afnema páfadæmið og leyfa öllum
að lesa Biblíuna.
Pá varð þeim litið á fiskibát þar úti
fyrir, sem felt hafði segl og var að berja
gegn sjó og vindi, til að ná landi. Dreng-
ur sat undir árum, en fullorðinn maður
við stýrið.
»Hvers vegna lætur h'ann drenginn
róa svona stórum bát í slíku veðri?«
spurði skólastjórinn.
»Ég þekki manninn,« svaraði prestur.
»Það er Ólafur Símonarson fiskimaður.
Hann vill að sonur hans verði afreks-
maður og lætur hann nú æfa sig á róðr-
inum, til að stæla vöðvana.«
»Báturinn er alt of þungur fyrir svo
grannvaxna handleggi,« sagði skólastjór-
inn. »En sjáum til, hve duglegur hann
er! Honum miðar áfram!«
»Já, duglegur er hann og þrautseigur
eins og maurinn. Þú mátt trúa því, að
það sem hann tekur sér fyrir hendur,
það framkvæmir hann. Hann langar að
komast í skóla, en faðir hans er fátæk-
ur og vill að hann verði hermaður.«
»Þetta er kappsamur unglingur,« sagði
skólastjórinn. »Ég held ég megi taka
hann í skólann og sjá til, hvað ég get
gert úr honum.«
Bátnum miðaði hægt gegn storminum,
en lendingunni náði hann þó. Drengur-
inn var með blöðrur í lófum og kafrjóð
ar kinnar, er hann kom í land.
Presturinn og skólastjórinn gengu nið-
ur að bátnum og tóku fiskimanninn tali.
Hann var óþjáll í svörum; en svo lauk,
að hann lét til leiðast. Sonurinn fékk
að fara með skólastjóranum í Viborgar-
skóla.
Hvað varð svo úr þessum Mikael Ól-
afssyni, drengnum frá Perná, sem aldrei
hafði séð bók og reri blöðrur í lófa sér?
Hann varð einn af frægustu lærdóms
mönnum Finnlands, því að það, sem
hann tók sér fyrir hendur, það franv.
kvæmdi hann.« Fyrst varð hann skrif-
ari biskupsins, sem var góður vinur
skólastjórans i Viborg. Þá fékk hann
að fara til Þýzkalands, til framhalds-
náms hjá Lúther og Melankton í Witten-
berg. Gústav Vasa hafði þá nýlega inn-
leitt siðabót Lúthers í Svíþjóð og Finn-
landi. Konungurinn hafði bréfaviðskifti
við Lúther. Og Lúther fór mjög lofsam-
legum orðum um unga manninn, Mikael
frá Perná. Varð Mikael fyrst forstöðu-
maður (rektor) skólans í Ábo í níu ár,
og síðan biskup sama staðar. Var þací
mikill heiður fyrir fátækan fiskidreng.
En drengnum frá Perná var ekki mest
urn það hugað, að ná í háar virðmga-
stöður. Hann gat aldrei fallist á það,
að Guð gæti ekki skilið aðra tungu en
latínu. Og honum fanst það fráleitt. að
svo margir einlægir og guðhræddir
menn skyldu ekki geta beðið Guð, né
heldur skilið það, sem Guð talaði við þá
í sínu heilaga orði.
Marteinn Lúther hafði sagt, að Guð
hefði gefið mönnunum þá mikilsverðu
gjöf, að geta hugsað og talað. Og að Guði
gæti ekki verið það þóknanlegt, að vera
tilbeðinn með óskiljanlegum orðurn
lærðra manna, heldur á barnamáli ein-
faldlegrar og hjartanlegrar trúar.