Ljósberinn - 15.03.1934, Blaðsíða 13
LJÖSBERINN
73
Dreng-urinn frá Perná fór nú að kenna
þjóð sinni að biðja á sínu eigin tungu-
máli. Hann samdi fyrsta stafrófskverið,
sem út var gefið á finsku; Davíðssálm-
ana lét hann einnig prenta og síðar alt
Nýjatestmentið, hvorttveggja á finsku.
Pað var ekki létt verk, að byggja upp
málið í fyrstu og gera það að nothæfu
bókmáli. Og til Stokkhólms varð að
sækja prentun, því að engin prentsmiðja.
var til í Finnlandi. En það varð að kom-
ast í framkvæmd, og það tókst, með full-
tingi hins ágæta konungs, Gustavs Vasa.
Nú gátu drengir og stúlkur í Finn-
landi lært að lesa. Og nú eiga allir Guðs
heilaga orð á sínu eigin tungumáli og
geta beðið Guð eins og þeim þóknast.
Pegar drengurinn frá Perná var orð-
inn lærður maður, tók hann sér nafnið
Milaiel Agricola. Agricola þýðir jarð-
yrkjumaður. Og það má víst með sanni
segja, að meiri sáðmaður hefir aldrei
verið á Finnlandi. Og presturinn í skrúð-
húsinu hafði rétt að mæla, er hann
sagði, að drengurinn mundi berjast fyrir
Guð og þjóð sína með öðrum vopnum
en sverði og boga.
Hvert sinn, er ég stend við höfnina
í Perná og sé fiskibátana berja gegn
stormi og stórsjó, minnist ég drengsins
frá Perná, sem réri stóra bátnum hans
föður síns í móti storminum. Og hvert
sinn, er ég heyri Finnlendinga lofa og
vegsama Guð í kirkjum þeirra, eða ég
sé þá lesa i Biblíunni heima hjá sér,
þá hvarflar hugurinn til hins mikla föð-
urlandsvinar, Mikaels Agricola, sem
kendi þjóð sinni að tala við Guð.
Mikael Agricola skrifaði þessi orð í
bænabókina sína:
Sá Guð, er sér í allra hjörtu niður,
sér einnig það, sem Finnlendingurinn biður,
»Julestjernen«. Á. Jóh.
Spádómurinn.
Fyrir mörg hundruð árum bjó bóndi
einn hér á Islandi, er Hreiðar hét, og
hjá honum var maður er Áki hét; hann
gat sag't fyrir ókomna hluti. Kvöld eitt
sagði hann, að Sveinn, sonur Hreiðars
bónda myndi giftast dóttur Haralds
nokkurs, er jarl var í Noregi. Á eftir
mundi hann ekki hvað hann hafði sagt,
en Hreiðar talaði við konu sína um spá-
dóminn, og þegar Sveinn hafði aldur til
að giftast, og þau gátu gefið honum
skip að sigla á og fé til fararinnar, leizt
þeim vel á, spádóminn og stungu upp
á því við Svein að hann ferðaðist til
bústaða jarlsins. Sveinn var fús á það.
Hann fékk langskip og góð föt, og
sterka og hrausta menn með sér. Hreiðar
ákvað að fylgja honum sjálfur á ferð
hans. Peir fengu góðan byr og fagurt
veður og gekk því ferðin vel. Pegar þeir
komu til bústaðar Haraldar jarls, var
tekið á móti þeim af rausn mikilli. Þeir
dvöldu um stund hjá jarli, en einn af
mönnum Sveins blaðraði með í hvaða
erindum þeir væru komnir. Þegar jarl-
inn heyrði þetta, kallaði hann Hreiðar
á sinn fund og sagði honum, að dóttir
hans væri þegar öðrum lofuð.
En Sveinn hafði, á meðan hann dvaldi
þar séð stúlkuna. Hún hét Helga, og þó
hún væri fögur, ieizt honum ekki vel
á hana, svo honum líkaði ekki ver, er
faðir hans sagði honum að ekkert yrði
úr giftingunni. Hann undraðist aðeins
yfir, að spádómur Áka gamla skyldi
reynast rangur, því það hafði aldrei
komið fyrir áður! En faðir hans sagði
önugur, að það gæti svo sem vel verið
markleysa, sem mælt væri fram af göml-
um munni, og hann sá eftir, að hafa
farið að heiman.
Enn um stund urðu þeir um kyrt
hjá jarli og' leið vel og' voru sæmdir góð-