Ljósberinn


Ljósberinn - 15.03.1934, Qupperneq 14

Ljósberinn - 15.03.1934, Qupperneq 14
74 LJOSBERINN um gjöfum, þegar þeir fóru. Sveinn hafði séð og' lært mikið og sá ekki eftir neinu. Fylgdarmenn hans höfðu keypt mikið af vörum og á heimleiðinni komu þeir víða við og seldu og keyptu vörur. Þess vegna var komið fram á vetur er þeir fyrir alvöru lögðu í ferðina heim. En nú var veðrið ekki lengur stilt, en Sjór og stormur var á móti. Þeir lentu í miklum sjóhrakningum, og þegar þeir loksins fengu gott veður. var drykkjarvatnið á þrotum, og þeir urðu að sigla inn í fjörð nokkurn til að sækja vatn í viðbót. I firði þessum var reisulegur bær. Þar var tekið vel á móti Hreiðar og mönnum hans. Þeir seldu fólkinu síðan vörur þær er eftir voru. Sveinn hafði fyrir löngu selt alt, sem hann átti, svo hann gekk upp fjallið til að litast um. Hann sá að hér ríkti fegurð og friður. Frh. Til iróÉiks bi skemtnnar. ókeypts nppstung-a. Latur maður átti matjurtagarð, sem hann nenti ekki að stinga upp. En þá fann hann gott ráð til að fá ódýra uppstungu. Hann læddist út 1 garðinn í rökkrinu um kvöldið og fór að grafa þar holu með skóflu. Kom þá nágranni hans til hans og spurði, hvað hann væri að gera. »Ég er að leita að gulli,« svaraði garðeigandinn. »Ég hef orðið þess vís, að það er gull hingað og þangað I garðinum. En ég ætla að biðja þig að láta ekkert á þessu bera.« Nágranninn fór svo leiðar sinnar og garðeigandinn fór svo inn í húsið sitt. En skömmu síðar gægðist hann út um gluggann og sér þá að menn koma úr öllum áttum og laumast inn í garðinn hans með skólfur. Fór hann þá ánægður að hátta. En um morgun- inn var moldin í garðinum öll upprifin, svo að ekki þurfti annað en að sá í hana. Ilmvatnið lians pnbba. Mamma hennar Lísu var kvefuð og hafði í lækningaskyni fengið sér dálítinn sopa úr vínflösku mannsins síns. Þegar hún afklæddi Lísu um kvöldið og bauð henni góða nótt með kossi, þn segir Lísa undrandi: »Hvað hefirðu gert, mamma? Mér finst á lyktinni, að þú, hafir notað ilmvatnið hans pabba!« El/.ta blað í ltciini. Elzta blaðið af þeim, sem nú eru gefin út, er kínverska blaðið »King-Coo«, sem kemui út I Peking. Það hefir komið reglulega út I meira en 1000 ár, því að það er stofnað árið 911. Allir þessir þúsund árgangar eru vandlega geymdir í ríkisbókasafninu 1 Pek- ing. í allar þessar aldir hefir blaðið ■ altaf verið I sama broti og útlit þess mjög llkt, svo að nýjustu blöðin eru að útliti eins og þau fyrstu. Af ritstjórum þess hafa 15 orðio að láta llfið fyrir móðgandi greinar um ríkis- stjórnina. Sitt í hvoru lagi. Á matsöluhúsi einu kom það oft fyrir, aö flugur voru I skyrinu. Einn af þéim, sem keyplu þar mat, kallaði matsölukonuna á ein- tal og stakk upp á því við hana, að hún hefði skyrið I skál sér, en flugurnar á undirbolla, og svo getur hver blandað eftir eigin vild.« sagði hann. ----««»•»----- Mig langar. Mig langar til að líkjast þér, sem Uf þitt gafst til frelsis mér, og dvel við þlna dýrðarmynd, sem drýgði aidrei neina synd. En við þá sjón ég verð svo smár, mér veiku barnii falla tár; mitt líf, mitt líf er saurgað synd — það sýnir mér þín heilög mýnd. Mig langar til að líkjast þér, ó, Ijúfi Jesú gef þú mér, að verða af þínu Ijósi Ijós, svo lífið mitt þér verði hrós. B. J. PRENTSMIÐJA JóNS HELGASONAR

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.