Ljósberinn - 01.02.1948, Blaðsíða 9
LJÓSBERINN
25
ir því, að liún þurfti að kaupa eitthvað
í bænum og vantaði litla leðurtösku und-
ii' það. Hún spurði, hvort ég gæti ekki
léð sér tösku, sem hún skyldi svo skila
mér aftur í kvöld. Ég sótti litlu skinn-
töskuna mína og að svo búnu kvaddi
hún mig í flýti. Svo hallaði ég mér aftur
í rúmið mitt og fór að lesa söguna af
ofsalegum ákafa og lieyrði alls ekki þeg-
nr liiisbændur mínir komu heim.
Eg rankaði ekki við mér fyrr en barið
'ar liarkalega á dyrnar hjá mér og ég
heyrði barónsfrúna kalla á mig.
III.
Hinn forni sannleikur: „Réttir þú Sat-
an litla fingurinn, tekur hann brátt alla
liendina“, sannaðist hér, því miður, á
ttiér. Frá þeirri stundu, er Emma léði
tftér hina siðspillandi skáldsögu, liafði
ég lagt vopnin í hendur óvinarins. Frá
þeim tíma hafði ég ekki þorað að játa
synd mína fyrir foreldrum mínum og
þess vegna liafði allur ásetningur minn
uni bót og betrun, algerlega orðið til
einskis. Þegar ég komst í vandræði greip
eg alltaf til lyginnar. Þeim, sem neitar
niisgerðum sínum, auðnast ekki að fá
miskunn og fyrirgefningu, heldur þeim,
sem játar og leggur þær niður. Þessi sann-
leikur átli eftir að hafa örlagaríkar af-
leiðingar fyrir mig.
Þegar húsbóndi minn opnaði dyrnar,
horfði hann á mig svo reiðilega, að mér
fannst hann mundi hafa komizt að allri
•ninni !ygi. En þrátt fyrir það svaraði ég
ákveðið neitandi, er liann spurði mig
hvort nokkur ókunnugur hefði verið í
íkúðinni.
„Hvernig er þá þessi vasaklútur, sem
vafalaust er yðar eign, kominn upp í
vinnustofu mína?“
„Frúin bað mig, áður en húsbændurn-
ir fóru, að opna gluggana þar uppi og
loka þeim niðri, og þá hlýt ég að hafa
misst klútinn“, sagði ég hin rólegasta að
ytra útliti og lét sem mér væri misboðið,
til þess að sýna sakleysi mitt.
Baróninn virtist trúa mér. „En hvernig
datt yður í liug að láta bæði inngöngu-
dyrnar og gangadyrnar standa opnar?“
spurði liann enn fremur.
„Ég hélt að Emelía liefði lokað herberg-
isdyrunum, en gangadyrnar eru vanaleg-
ast opnar“.
Það var ekki liægt að mótmæla því,
er ég sagði. Eldhússtúlkan hafði lykilinn
að ganginum og það var hennar skylda að
loka honurn.
Framh.
Bréf avið skipti.
Við undirrituð óskum að komast í brcfasamband við
pilt eða stúlku, hvar sem er á landinu.
Hafsteinn GuSmundsson (12—15 ára).
Sveinn Guömundsson (10—12 ára).
Svala GuSmundsdóttir (10—20 ára).
Maríuerla Gísladóttir (10—20 ára). ÖIl Skáleyjum,
pr. Flatey, BreiSafirSi.
Jóhanna A. Thorarensen (15—17 ára), Gjögri,
Strandasýslu.
Ölver A. Thorarensen (12—14 ára), sama stað.
Emil Bjurnason, Skálholtsvík„ HrútafirSi, Strand.,
óskar að komast í bréfasamband við pilt eða stúlku
á aldrinum 12—14 ára, bvar sem er á landinu.
Óla S. Jónsdóttir, Vík, NeskaupstaS (13—14 ára),
óskar að komast í brcfasamband við pilt í Reykjavík
og láta mynd fylgja bréfi.
ÁHEIT TIL LJÓCBERANS: Tryggvi kr. 10,00.
Ljósberinn þakkar gjöfina.