Ljósberinn - 01.02.1948, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 01.02.1948, Blaðsíða 10
26 L JÓSBERINN Fegurstu endurminningar hjúkrunarkonunnar „Sá, sem kannast við mig fyrir mönn- unum, við hann mun ég kannast fyrir föður mínum í himnum“. Matt. 10, 32. Sá, sem skrifar þessa sögu sótti einu sinni heim spítala og spurði þá forstöðu- konuna meðal annars, hvað liún teldi merkilegast af öllu því, sem drifið liefði á daga hennar öll þau ár, sem hún hafði verið hjúkrunarkona. Eftir dálitla umhugsun svaraði hún mér á þessa leið: Fyrir allmörgum árum bar svo til, að slys vildi til í bænum, þar sem ég þá var hjúkrunarkona; voru þá tveir hel- særðir unglingspiltar lagðir á spítalann. Annar dó jafnskjótt, sem komið var með hann á spítalann; hinn var brjóstum- kennanlega illa til reika, fótleggir hans alveg sundurmarðir. Þegar læknirinn var búinn að skoða liann, þá varð niðurstað- an sú, að eina leiðin til að bjarga hon- um væri það, að taka af honum báða fót- leggina, svo fljótt sem unnt væri, enda þótt Iíklegast væri, að hann lifði það ekki af. „Ég bið yður að ségja mér, hvort ég muni lifa það af eða deyja“, sagði ungi maðurinn hugdjarfur, er lionmn var sagt hvað í ráði væri með hann. Læknirinn svaraði svo ástúðlega sem hann gat: „Við viljum vona hins bezta, en það er mjög vafasamt, hver endalokin verða“. Þegar pilturinn heyrði, livernig lækn- jrinn leit á málið, þá komu tárin fram í augun á lionum og varir hans titruðu og þrátt fyrir allar tilraunir lians til að halda tárunum inni, þá brutust þau fram og boguðu um vanga lians. Hann var ekki neina 17 ára, en honum bjó karl- mannshugur í brjósti. Við stóðum umhverfis liann, albúin þess að bera hann inn í skurðlækninga- salinn. Þá herti Iiann sig upp og sagði: „Ef það á fyrir mér að liggja að deyja nú þegar, þá á ég enn eftir eitt að gera — ég geri það vegna mömmu, ég lofaði henni því, en frestaði því þangað til nú“. Eg lagði eyrun við, því að mig langaði til að vita, hvað það væri, sem veslings drengurinn ætti við. Loks gat hann sagt með herkjum: „Ég vildi játa trú mína á Krist opin- berlega! Mér væri kært, að prestur gæti komið, svo að ég gæti játað það, áður en ég dey, að ég sé kristinn“. Ein hjúkrunarkonan lét þá í skyndi senda eftir þeim presti, sem næstur var. En á meðan bárum við drenginn inn í uppskurðarsalinn. Og í sömu svifum og við lögðum hann á skurðarborðið, kom presturinn. Filturinn heilsaði honum með vinar- brosi og presturinn tók í hönd honmn. Áður var það ég, sem hélt í liöndina á honum og fannst þá þegar að hún væri orðin köld. Hjúkrunarkonan og ýmsir fleiri stóðu alvarlega hiustandi í kring- um hann.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.