Ljósberinn - 01.02.1948, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 01.02.1948, Blaðsíða 16
Gyóimetkurförin 73> J SAGA í MYNDUM eftir HENRYK'SIENK1EWICZ Stasjo skipaði þess vegna, að það skyldi látið nægja að vísa hinum ógæfusama löframanni burt úr þorp- inu, og Kamba, sem bjóst við að deyja hinum ótta- legasta pyntingardauða, féll nú fram á ásjónu sína frammi fyrir Nel, „hinum góða Mzimu“, og þakkaði henni fyrir frelsi sitt. Nú fór allt friðsamlega fram. Frá rimlagirðingunni komu konur og börn, því forvitn- in cftir að sjá hvítu börnin var óttanum yfirsterkari. Hér sáu Nel og Stasjo í fyrsta sinn nýiendu, hyggða af eintómum villimönnum. Klæðnaður þeirra, sem var eingöngu búinn til úr plöntum eða skinnum, var bundinn um mittið. Allir, bæði menn og konur, höfðu göt í gegnum eyrun og í þeim héngu svo stórir skart- gripir úr tré og beini, að þeir náðu niður á axlir. 1 neðri vör bóru þeir hringi, stóra sem undirskálar, og tignustu hermenn höfðu kraga um hálsinn úr jórnþráði. Konurnar fóru nú að keppasl við herinennina uni að færa Stasjo og Nel gjafir. Það voru kiðlingar, hænsn, egg, svartar baunir og öl. 1 launaskyni gaf Stasjo þeim glerperlur og fagurlitt léreft, og Nel útbýtti meðal barnanna nokkrum speglum. Á auð- um stað fyrir framan tjaldið dönsuðu hermenn- irnir stríðsdansa og fóru i stríðsleiki gegtunum til heiðurs. Um allt þorpið rikti mikil gleði. Loksins átti athöfniu að fara fram, cr þeir Kali og M’Kua gengju í fósthræðralag. Þar sem galdramaður var nauðsynlegur við slika atliöfn, var fenginn gamall negri, sem var kunnugur öllum særingarþulum, sem við áttu. Fyrst drap hann geit, tók lifrina úr henni og skipti henni í fleiri stór stykki. Svo fór hann að snúa staf, meðan hann talaði með hátíðlegri röddu, og síð- an leil liann á M’llua og þá á Kali.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.