Ljósberinn - 01.06.1953, Qupperneq 22

Ljósberinn - 01.06.1953, Qupperneq 22
70 LJQBBERINN LJÓSBERINN _____________________________ Barna- og unglingablað með myndum. — Útgefandi Bókagerðin Lilja, — Ritstjóri Ástráður Sigursteindórsson, kennari. — Utanáskrift: Ljósberinn, Pósth. 276, Rvik. Kemur út sem svarar 12 síðu blaði á mánuði, þar af tvöfalt sumarblað og þrefalt jóla- blað. Áskriftargjald kr. 20.00. Gjalddagi 15. apríl. Prentaður í Félagsprentsmiðjunni h.f. Q ♦ SKKÍTLIJIl ♦ Þá er það sagan um Skotann, sem fluttist til Ameríku og skildi þrjá bræður sína eftir heima. Honum græddist vel fé í förinni og eftir mörg ár kom hann heim aftur. Þegar heim kom ætlaði hann ekki að þekkja bræður sína aftur, því að þeir höfðu báðir sítt skegg. —• Af hverju hafið þið safnað alskeggi, spurði hann. — Þú tókst með þér rakhnífinn okkar þegar þú fórst, svöruðu þeir. — Jæja, blessuð börn, sagði mamma, þegar hún kom heim úr bænum. Hvað gátuð þið leikið ykkur á meðan ég var í burtu? — Við fórum í póstleik, svaraði Pétur litii, og fórum með bréf í öll húsin hér í kring. — Einmitt það, svaraði mamma og stundi við. En hvar fenguð þið bréfin, þið kunnið ekki að skrifa sjálf? — Við fundum heilan bunka af bréfum niðri í skúffu hjá þér, svaraði Pétur litli, það var rautt band bundið utanum þau. Kennarinn: — Þú verður að sitja eftir, Pét- ur, og lesa enskuna betur. Pétur: — Ég er því miður upptekinn. Kennarinn: — Hvað dirfist þú að segja? Pétur: Ég á að sitja eftir í reikningi. — Þetta er skrítið fólk, sagði viðgerðarmað- urinn við sjálfan sig. Það biður um mann til að gera við dyrabjölluna hjá sér og svo ansar ekki nokkur maður hvernig sem maður hring- ir. Móðirin við lítinn son sinn: — Hvað er orðið af kökunni, sem var hérna á diskinum áðan? Drengurinn: — Ég gaf hana litlum dreng, sem var ósköp svangur. Móðirin: — Það var fallega gert af þér. En hver var drengurinn? Drengurinn: — Þú þekkir hann vel, mamma. — Það var ég. Bréfaskipti Ingunn Ragnarsdóttir, Grænumýrartungu, Hrútafirði óskar eftir bréfaviðskiptum við telpu 9-10 ára. — Ragna G. Þórðardóttir Hvallátrum við Patreksfjörð óskar eftir bréfaviðskiptum við dreng eða telpu 11—13 ára. ♦ S V Ö R ♦ SVÖR VIÐ HEILABROTUM í SÍÐASTA BLAÐI: Gott samkomulag: Óli átti 11, Pétur átti 7 og Geir átti 6 epli. (í áttundu línu í þrautinni átti að standa „þá“ í stað „í upphafi“), Brœð- urnir: Helgi, Gunnar og Margrét eru þríburar. — Spurningar: 1. Abraham, 2. Gídeon, 3. Jóas var yngstur að árum en Davíð var yngstur af bræðrum sínum. — Gáta: Þangbrandur. — Stafaþraut: Ellert, Indriði, Nikulás, Arngrímur, Ragnar og Einar. SVÖR VIÐ HEILABROTUM Á BLS. 69. Kristinfrœði: 1. Þrenningarhátíð eða trini- tatis. 2. Fimmtíu dagar. 3. Glataði sonurinn. 4. Símon og Andrés, Jakob og Jóhannes. 5. Orðin kallaði Lúther litlu Biblíuna. Finndu þau í Nýja testamentinu. Gáta: Eldspýta. — Stafaþraut: Herðubreið, Esja, Keilir, Langjökull, Akrafjall og Hekla. Gjafir Gjöf til Ljósberans: Kr. 100,00 frá Reimari Karlssyni. — Kærar þakkir. Gjafir til Konsó: Kr. 20,00 frá W. — Kr. 20,85 frá S. — Kærar þakkir fyrir gjafirnar. — Nœsta blað kemur út 1. september. —

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.