Ljósberinn


Ljósberinn - 10.04.1926, Síða 3

Ljósberinn - 10.04.1926, Síða 3
L J ÖSBERINN 115 sólunni. Pessi sól er Jesús. Hann er alhreinn, alhei- lagur, alveg flekklaus. Göngum svo inn í inndæla, bjarta, hlýja sólskinið hans og látuin hann lýsa oss og verma, svo að við getum varpað sólskini út í dimman heiminn. Tökum Jesú með okkur hvert sem við förum og hvar sem við stöndum; heima hjá okkur í skólanum, á, leiksvæðinu og í vinnustofunni okkar. Yið skulum kosta kapps um að láta pað koma í ljós í orðum og gerðum og í allri umgengni, að við höfum verið með Jesú. Pá verðum við smá-ljósberar í heiminum. Inndælt er það, að fá að vera ljósberi Jesú. Pá blessast maður bæði sjálfur og verður öðrum til bless- unar. Drottinn lifir enn og ræður. Á bökkum Rínar liggur þorp nokkurt langt frá al- faravegi. Bak við porpið gnæfir þverbrattur núpur við himni, og uppi á núpnum eru rústir af fornri höll eða liddaraborg. Engin kirkja er i þorpinu, en par er stórt og vandað skólahús. Fyrir mörgum árum bjó góður og guðrækinn skóla- kennari með konu sinni og 8 börnum. Börnin voru auðvitað blessuð gjöf frá Guði. En af pví að allar árstekjur kennarans voru ekki nema 600 krónur, pá veitti honum örðugt að fæða og klæða tíu manns allan ársins hring.

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.