Ljósberinn


Ljósberinn - 25.10.1930, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 25.10.1930, Blaðsíða 2
330 LJ OSBERINN hafinu, svo að margar lóur höfóu gef- ist upp og drukknað.. Þar á meöal var hinn g-amli fyrirliði flokksins. Sonur hans tók þá við forustunni og hélt heim starfa, þar til fálkinn varð honum að bana, fyrir hálfum mánuði síðan. Nú var enginn fyrirliði fvrir flokknum, nema maki hins látna foring'ja. Hún hafði byggt sér hreiður uppi á hárri þúfu í miöjum móanum. Hún lá þar ósköp róleg á eggjunum sínum og hugs- aöi ekki um annað, því að nú þurfti hún engu aó stjórna, fyrr en hópurinn færi að flokka sig um haustið. Hún hafði legið kyrr á eggjunum sínum mestalla nóttina, og það var kominn tími fyrir hana til að fá sér bita. Hún breiddi út vængina og hóf sig til flugs. »Nei, hér er lóuhreiður með fimm eggjum! Petta skulum við taka, og tæma eggin!« Þaó var drengur á að gizka tólf til þrettán ára, sem hrópaði þetta til syst- ur sinnar, um ieið og hann fleygði sér niður við hliöina á hreiðrinu. »Nei, Kalli, við megum ekki taka eggin. Vesalings fuglinn verður svo hryggur, ef við tökum öll eggin hans«, svaraði stúlkan blíðlega. »Ha, ha, ha, ha! Fuglinn hryggur, Stina! Ertu svona mikill bjáni? Þú mannst að náttúrufræðikennarinn var að segja okkur að safna eggjum í sum- ar, og helduróu að hann hefði gert það, ef fuglamir yróu hryggir? Nei, þaö máttu reióa þig á«, sagði Kalli. »Já, en hann sagði okkur að taka aldrei meir en eitt til tvö egg úr hverju hreiöri«, svaraði Stína. »Uss, blessuð góða, það er bara sér- vizka aó taka ekki nema eitt til tvö egg. Fuglunum er alveg sama hvort tekin eru eitt eða fimm egg«, sagði Kalli. »Kalli! Heldur þú að fuglunum þyki ekki vænt um unga sína, eins og pabba og mömmu þykir vænt um okkur?« spurði Stína. »Æ, því lætur þú þetta út úr þér, Stína. Berðu saman fugl og mann. Það eru bara spendýr, sem þykir vænt um unga sína«, svaraði Kalli. »Nei, þau geta bara betur látió kær- leik sinn í ljós«, svaraði Stína. »Æ, þegiðu nú; og fyrst þú vilt ekki hiróa eggin, þá brýt eg’ þau«, sag’ði Kalli. »Góði Kalli, segðu þetta ekki, þú get- ur ekki veriö svo vondur«, sagði Stína. Hún hafði varla sleppt orðinu, þegar Kalli hóf upp fótinn og lét hann detta niður í hreiðrið. Pað heyrðist smá brest- ur, og þegar Kalli hóf upp fótinn, voru öll eggin brotin. »Kalli, ertu svona vondur? Pessu hefði eg aldrei trúað«, sagði Stína hálf- kjökrandi. »Faróu ekki að gráta út af þessu, auminginn þinn. Þaó er fuglinn, sem á að hryggjast«, sagði Kalli stríðnisiega. »Þú ert ljótur strákur. Nú vill Guð ekki vera góður við þig, fyrst þú gerð- ir þetta«, sag’ði Stína. Kalli þagði og leit niður fyrir sig. Allt í einu hrópaði Stína: »Nei, sko litla fuglinn, sem staulast hingað. Hann er víst bæði væng- og fótbrotinn«. Kalli leit upp. Pað var rétt, sem hún sagói. Skamt frá þeim kom lóa hopp- indi á einum fæti og stefndi til þeirra. Hægri vængurinn var brotinn af. »Skyldi auminginn hafa lent á síma- vír«, sagói Kalli. »Eg veit það ekki«, svaraði Stína. Nú er aó segja frá lóunni. Hún hóf sig til flugs af eggjum sínum, til að leita sér matar. IJún flaug lágt suður eftir móunum, og greip flugurnar sera

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.