Ljósberinn - 15.07.1936, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 15.07.1936, Blaðsíða 12
170 LJÖSBERINN Mídassíukonungur svaraði: »Petta. blóm er til yðai' frá yng'stu dóttur minni, hún gefur þér hana sjálf hulin. Maður sér hana ekki og maður heyrir ekki til hennar; en maóur verður hennar var um alla höllina«. Um leið og hann mælti þetta sveip- aði hann frá sér kápunni, og hin unga, feimna prinsessa stóð þar frammi fyrir Dolfar rjcð af hamingju og laut höfði. Aðeins snöggvast hafði hún litiö á kon- unginn, en hann tók þá strax eftir því að augu hennar voi'u fjólublá. Glaður greip Dolfar í hönd hennar, og skömmu síðar var brúðkaupið haldið með mikilli viðhöfni, Pað var auðvitað fyrsta verk Dolfars, að segja konu sinni frá töframætti de- mantsins og biðja. hana að hafa æ-tíð vakandi auga með kórónunni, þegar hann felldi dóma sína, og gæta þess, aö enga.n fölva slæi á demantinn. En þar var maður einn við hirðina, auk drottningar, sem vissi um undra- mátt steinsins, það var forsætisráöherr- ann, hann var af konungsættinni. Pegar konungurinn, faðir Dolfars lá fyrir dauöanum, lét hann að vísu, sem hann færi út úr herberginu eins og aðrir, en hann faldi sig á bak við fortjald, til þess að geta heyrt, hvað hinn deyjandi konungui' vildi trúa syni sínum fyrir. Eftir það hafði hann aldrei ró eða friö dag né nótt. Hann var ákaflega metorðagjarn, vildi helzt vera sjálfur konungur, og f'æri svo að Dolfár misti kórónuna og konungdóminn var hann næsti ríkiserf- ingi; þess vegna. gat .ha.nn aldrei gleymt þessum orðum hins deyjandi konungs: »Mun óhamingjan, þá koma yfir ríkið«. Hann var nú altaí að hugsa um það, hvernig hann gæti fengið Dolfar til þess að fremja eitthvert mikið ranglæti, svo demantinn missti ljóma sinn og töfra- máttur kórónunnar ekki framar gæti verndað hinn rétta konung. Auk þess ollp birta demantsins honum mikils sárs- auka i augunum, sem hann illa holdi. Hann gat ekki litið í augu konungs irvs, þess vegna stóð hann altaf álútur frammi fyrir honum, eins og hann sýnd; honum svo djúpa virðingu, er konungur talaði við hann. Dolíar konungur tók þetta lika, seni auðmýktar og virðingarmerki, svo for- sætisráðherrann sat við það fastar og fastar í stöðu «inni, cg tekk smámsam- an með srnjaðri sínu meiri og meiri völd, svo konungur fór rnjög að ráðum hans og bendingum. En þegar konungur sa.t í ráðinu og feldi dóma eða tók mikilvægar ákvarð- anir, sat hin unga drottning við hlið hans og leit ekki af kórónunni, Steinninn giltraði í öllum litum regn- bogans og bjarminn frá honum lék um hásætið eins og sólargeislar og þjóðin hugsaði með þakklæti til gamla garð- yrkjumannsins síns og hrósaði konungi fyrir réttlæti hans. Um géðsemi drottningarinnar talaði enginn, hún var svo sjálfsögð og ná- tengd persónu hennar, eins og hinn ljós- grærii litur blómanna fylgir vorinu, og öll þjóðin elskaði hana, nema, .forsaítis- ráðherrann, því á henni ströndnðú allar ráðagerðir hans konumgi til böls, Tvisvar hafði hún. óttaslegin aöva,rað konunginn, þegar hinn ótrúi þjónn haföi gefiö honum ill ráð, Pá mætti d,ag nokkurn fátækur bóndi fyrir réttinum og kærði auðugan ná- gi'anna sinn fyrir þad, að hann, hefð: stolið hesti frá ho-num. Af ótta við hegningu hafði hinn á- kærði fært konungi mikla gjöf, sem var þrisvar sinnum eins mikils virði eins og hesturinn. Forsætisráðhérranin réói konunginum, að láta málið falla niður og Dolfar dæmdi: »Hesturinn verður l'ramvegis í

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.