Nýtt kirkjublað - 01.01.1906, Page 7

Nýtt kirkjublað - 01.01.1906, Page 7
NÝTT KIKRJUBLAÐ. 3 verksvið þess, svo mun blaðið ocj geta merkilegra guð- frœðis- og menla-rita erlendra, og þá auðvitað hélzt á Norðurlöndum. Annars verður blaðið sjálft bezt að tala máli sínu og lýsa stefnu sinni. Við göngum að verki okkar með einlœgum vilja að vanda það sem bezt, og nieð góðu trausti til reyndra samverka- og stuðnings-manna frá fyrri tíð, og vonum að margir nýir vekist upp beggja megin hafsins. Gleðitegt og gott ár í Jesú nafni! Iristlegi felag ungra manna. (K. F. U. M.) Eftir síra Friðrik Friðriksson. —^ I. Tildrög- og uppruni. IRKJUSAGA 19. aldarinnar þœtii ónákvæmlega rituð, ef „Kristilegt félag ungra manna“ væri ekld nefnt í henni,“ hefir einn af vinum mínurn, Olfert Ricard sagt, en hann hefir um mörg ár verið aðal-starfsmaður félagsdeildar- innar dönsku. Þetta er hverju orði sannara, því þessi hreif- ing er ekki aðeins merkileg í sjálfu sér, heldur á sér einnig djúp spor í menningu aldarinnar. Vér getum því sagt að hún heyri sögu aldarinnar til; hún hefir gefið efni til bókar, sem rituð var fyrir doktors-nafnbót, og hún er nefnd í einniaf bókum hins heimsfræga rithöfundar R. Kiplings. Þeir sem vilja fylgjast með í kristilegu og kirkjulegu lífi hins yfirstand- andi tíma, munu verða fegnir að fá ofurlítið ágrip af sögu félagsins í heild sinni. Nýungin við hreyfingu þessa er ekki beint það, að kirkj- an hafi með höndum sérstakt starf fyrir æskulýðinn. Það hefir hún alt af gjört, og Jóhannes postuli ávarpar sérstak- lega yngismennina í einu af bréfum sínum (1. Jóh. 2, 14) og oft hafa veriö mynduð smá-félög fyrir unglinga og unga menn á kristilegum grundvelli. Þannig hélt þýzkt unglingafélag 19

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.