Nýtt kirkjublað - 01.01.1906, Síða 8
4
NÝTT KIRRJUBLAÐ.
ára afmæli sitt árið 1760. Á síðari liluta 18. aldar og á fyrra
helmingi hinnar nítjándu heyrist talað um tilraunir í þessa átt
í ýmsum löndum. Þannig var félag stofnað í Basel 1768 og
lifði alllengi, og víðar á meginlandi Evrópu voru um það leyti
slík félög stofnuð. A Englandi og í Ameríku átti þetta sér
líka stað. Þannig er talað um kristilega hreyfingu meðal ungrá
manna í Lundúnum árið 1632 og í Ameríku 1677. Þrætan
um ])að hvar hin fyrsta tilraun hafi verið gjörð, verður lík-
lega aldrei útkljáð, enda hefir það ekki mikla þýðingu, þvi allar
þessar tilraunir og þessar hreifmgar og félagsmyndanir stóðu
aðeins stutta stund og geta aðeins álitist eins og fyrirrennarar
hinnar eiginlegu ungmenna-félagshreyfingar, sem hér kemur
til greina.
„Kristilegt félag ungra manna“ (K. F. U. M.) í þeirri
mynd, sem vér nú höfum það, er stofnað í Lundúnum 6. júní
1844 af George Williams. ILið nýja við þessa hreyfingu er
það að hún er vararileg, að hún er alþjóðleg, og að starfs-
mátinn og hugsjónin er ný. Þær tilraunir, sem myndast
höfðu áður, stóðu fremur stutta slund og dóu svo út, þær voru
bundnar við vissa staði og stóðu í engu innbyrðis sambandi
hver við aðra, og starfið var fólgið i því að eldri kirkjunnar
menn tóku að sér hina yngri til þess að leiðbeina þeim. K.
F. U. M. þar á móti er áframhaldandi félags-starfsemi, þar
sem hver tekur við af öðrum, og hún stendur í alþjóðasam-
bandi, sem nær yfir allar álfur og flestar þjóðir, og aliar hinar
einstöku deildir standa í sambandi við aðalheildina; og enn-
fremur er starfsmátinn og hugsjónin ný, þvi hún er þetta:
Starfsemi ungra manna fyrir unga menn. Þetta er nýtt
og hefir aldrei fyr átt sér slað í kirkjusögunni: Ungir menn
af öllum þjóðum skipa sér sem sjálfboðalið þúsundum sam-
an um merki Jesú Krists, til þess sjálfir að berjast undir því
og safna jafnöldrum sínum saman undir það merki.
Stofnandinn George Williams fæddist árið 1821 á bónda-
bæ í nánd við bæinn Dulverton á Suður-Englandi. Faðir
hans var bóndi, og á heimili sínu varð George fyrir engum
verulegunr kristilegum áhrifum.
Fjórtán ára að aldri komst hann að verzluu sem búðar-
drengur í bænum Bridgevvater. Trúarþrá hans var þá ekki
vöknuð. Tveir trúaðif ungir menn, sem voru við þessa verzl-