Nýtt kirkjublað - 01.01.1906, Síða 15
NÝTT KIRKJUBLAÐ. 11
þetta er vilji lians, sem er herra safnaðarins og konungur.
Þetta á ekki sizt heima um trúboðsstarfssemi næstliðinnar
aldar og nálægs tíma; það sem ber hana uppi og hefir kuúð
haua áfram alt ti! þessa dags, er fyrst og fremst hin lifandi
sannfæring um, að þetta sé vilji hans sem forðum daga mælti
við lærisveina sína hin miklu konungsorð: „Mér er gefið
alt vald á himni og jörðu“, — og þvi gat boðið: „Farið og
gjörið allar þjóðirnar að lærisveinum með því að skíra þá til
nafns guðs föður, sonar og heilags anda, og kenna þeim að
halda alt, sem eg hefi boðið yður“. Og vissulega er það ein-
göngu hin lifandi meðvitund um að vera í verki drottins og
í fullu samræmi við heilagan kærleiksvilja hans og fyrirmæli,
sem skapað hefir þann eldmóð og áhuga, þá fórnfýsi og
sjálfsafneitun, þá trúardjörfnng, það starfs]>rek og þá sigur-
von, sem einkennir svo fagurlega trúboð.sstarfið meðal Iieið-
inna ])jóða, hvar sem það er rekið í anda og krafti drottins.
Af þessu er þá líka auðsætt hver er grundvöllur ])essai‘-
ar mikilfenglegu starfsemi. Grundvöllurinu er kærleikurinn
til Jesú Kri-ts og hlýðnin við öll hans boðorð, sem ávalt er
kærleikanum samfara, eða réttara: er sýnileg opinberun kærleik-
ans út á við; því að elska Jesúm, er að halda hans boðorð.
Elska til Jesú, sem ekki skeytti vitund um vil ja hans og kröf-
ur, væri engin elska. Því meir sem vér elskum Jesúm, þess
fúsari verðum vér til að hlýða honum og þess betur fáum
vér skilið hvað hanu heimtar af oss.
Heimurinn, sem aldrei hefir viðtöku veitt kærleika Krists
og því heldur aldrei komist að raun um, livað það er að
elska hann aftur á móti og hvernig elskan til hans ávalt
skapar í hjörtunum hlýðni við hans boðorð, þessi heimur
hlýtur að Imeykslast á öðru eius starfi og trúboðsstarfinu.
Það hlýtur að vera heimska i heimsins augum, með því að
hann skilur alls ekkert í ])ví sambandi, sem myndast milli
Jesú og hins trúaða lærisveins hans í frá þeirri stundu, er
Innn hefir gefið Jesú hjarta sitt. Það hefir ávalt svo verið
og er það enn í dag, að heiminum er það alt hneyksli og
hcimska, sem hann getur ekki skilið.
En jafnvel þótt heimurinn skildi það samband, sem
hér á sér stað, eðli þess og rót þess, hlyti hann engu að síður
að hneykslast á þessari starfsemi kirkjunnar að útbreiðslu