Nýtt kirkjublað - 12.11.1906, Blaðsíða 1
NÝTT KIKKJUBLAÐ
HÁLFSMÁNAÐAKRIT
FYEIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGA MENNING.
1906.
Reykjavik, 12. nóvember
21. blað
w
Aqocti hins kristilcqa lifs.
Fyrirlestur, setn Thv. Klaveness ílutti á stúdenta-
fundinum á Finnlandi.
Ágæti hins kristilega lífs er ágæti mannlífsins. ÞaS er
að skilja: með kristindóminum er oss gefið að geta lifað
mannlegu lífi voru svo, að fyllilega rætist úr hinum margvís-
legu möguleikum þess.
Hvað er þá það sem kristindómurinn hefir flutt mannlífinu?
Með einu orði köllum vér það „endurlausn".
Ágæti hins kristilega lifs er í því fólgið, að við það endur-
leysist manneðli vort, svo að það getur lifað lífi sínu frjálst
og fullkomlega.
En hvað merkir orðið „endurlausn“ ?
Sú merking orðsins sem næst liggur er neikvæð, það er
að skilja: endurlausn er lausn frá ]>vi er rígbindur mann-
eðlið í ósæmilega fjötra, tálmar því að lifa frjálst og anda
frjálst, og veldur með því hnignun þess og eyðileggingu.
En nuniið staðar við hina neikvæðu merkingu eina get-
um vér ekki. í sambandi við hana og svarandi til hennar
er hin jákvæða merking orðsins: Endurlausn er gróðursetn-
ing í jarðvegi, þar sem manneðlið nær að dafna og lifa og
þroskast fullkomlega eftir sínu eigin innra lögmáli, og að ná
með því hinu háleita takmarki sínu, sem það keppir að, með fullri
meðvitund eða án hennar, og allar þess gáfur og allir hæfileik-
ar eru miðaðir við.
Það, sem fjötrar manneðlið, spillir lifi þess og fer með
það, er syndin.