Nýtt kirkjublað - 12.11.1906, Page 6
246
NÝTT KIRKTUBLAÐ.
trúa á hann. Sá kœrleikur, sem vér trúum ekki á, hefir
auðvitað engin áhrif á oss. Endurmiriningin um kærleika
föðursins kom glataða syninum til að ranka við sér og
trúin á þennan kærleika, gaf honum þrek til að rísa á fætur
og snúa heim aftur. Því segi ég: Trúðu í Jesú nafni, að
guð sé þér náðugur og miskunnsamur faðir og að þú sért
barn hans, sem farið hefir villur vegar, ]»á fyrst getur þú
snúist. Afturhvarf er ekki skilyrði fyrir trú, heldur er trú
skilyrði fyrir afturhvarfi. Afturhvarf, sem ekki er sprottið af
trú, er þrælavinna án anda og lífs.
En ég get þó ekki trúað án þess að endurfæðast, segir
þú. Endurfæðast ? Hvað er það sem endurfæðir ? Þú svarar:
Guðs andi. Það er rétt. En hvar er guðs andi ? Dettur
hann ofan úr skýjunum? Kemur hann gegnum loftið? Nei,
hann er í fagnaðarerindinu. Fagnaðarerindið um náð guðs
í Kristi Jesú hefir andaun í sér fólginn. Þessi boðskapur, og hann
einn, endurfæðir manninn, en vitaskuld því að eins að hon-
um sé trúað. Boðskapur, sem ekki er trúað, fellur dauður
til jarðar. Til þess að þú því getir endurfæðst, verður þú
að trúa á guðs náð, sem fagnaðarerindið boðar þér.
Það verður þvi ekki hrakið, að þér er heimilt að trúá á
Jesúm eins og þú ert; þér er óhætt að byggja á orði Jesú
og á friðþægingardauða hans og á sigri hans yfir dauðanum
og á skírninni í hans nafni; í fullu trausti til alls þessa er þér
heimilt að trúa og segja: Eg, — einmitt ég, — á miskunnsaman
guð, sem fyrirgefur mér synd nhna og elskar mig sem barn
sitt eingöngu fyrir Jesú sakir.
Þetta er ágæti liins kristilegá h'fs. Þettaer hið dýrðlegahnoss
sem kristindómurinn ílytur mannlífinu; hann flytur mér aum-
um syndara ])á vissu, að hann sem héldur himni og jörðu
í almáttugri hendi sinni og stjórnar öllu því, er fram við
mig kemur, elski tnig sem sitt eigið barn. Og þessi vissa
veitist mér ekki í tilliti til neins í fari mínu: ástúðar minnar
og réttlætis mins, eða vakningar minnar og afturhvarfs míns
eða endurfæðingar tninnar og endurnýjungar. Ætti ég að
byggja hana á einhverju þessu, ])á yrði úr því engin vissa,
heldur eintóm óvissa. Eg svifi þá sífelt á milli vonar og
ótta. Það er hið dósamlega ógæti hins kristilega lifs, að égöðlast
þessa vissu einvörðungu bygða á því, að guð hefir gefið