Nýtt kirkjublað - 12.11.1906, Page 7

Nýtt kirkjublað - 12.11.1906, Page 7
NÝTT KIRKJUBLAÐ 247 heiminum son sinn að frelsara, og að hann hefir frið])œgt synd heimsins og í skirninni tekið mig i sinn hóp, svo að á því leikur enginn minsti vafi, að friðþæging hans nær til min. Þetta er það sem gjörir allan kristindóm svo dýrðlegan. Ait það, er með réttu nefnist kristindómur á jörðu, byggir á þessum grundvelli, þótt mönnum só það ekki Ijóst. Þegar á herðir, — t. a. m. þegar dauðinn nálgast — kemur það í Ijós, að maðurinn, hvort heldur er katólskur maður eða píetisti eða hvaða annar kristinn maður sem er, varpar frá sér öllu sínu eigin — dygð og rétllæti, vakning og afturhvarfi — og treystir þá eingöngu þessu, að eiga fyrir Jesúm Krist miskunnsam an guð og föður, sem af föðurlegri náð og líkn fyrirgefur honum allar syndir og elskar hann sem barnið sitt. Á þessu og þessu einu lifa og deyja kristnir menn um heim allan. Að þessu leyti eru allir kristnir menn á jörðu í insla eðli eitt. En meinið er, að ]>að er svo djúpt á þessari einingu að hún fær ekki að koma í ljós. Því að ofan á hana heíir hlaðist allur hinn mikli skoðanamunur að þvi er snertir líf og kenningu. Hann liggur á yfirborðinu og vinnur tjón. Sérstaklega á það heima um þá skoðun, sem ég hefi talað um hér að framán, að manninum sé óheimilt að trúa fyr en hann sé á einhvern hátt leystur frá syndinni Sú skoðun vinnur mikið tjón. Eins og mara liggur hún á kristninni og fyllir hjörtun efa, óvissu og ótla, og getur af sér farísea-sjálf- byrgingsskap eða mannaþrældóm — helgivakls-þrælkun — um heim allan. Lof sé því siðbótinni og lof sé Lúter og hinni lútersku játningu. Ég á þar ekki við greinarnar, sem letraðar eru á pappírunum. Þær hera eðlilega merki sinna tíma og eru ekki skuldbindandi mælisnúra fyrir oss. Eg á þar á mót við það liversu Lúter og trúarbræður hans báru gæfu til að halda fram því sem er insti kjarni og kraftur fagnaðarerindisins: „Vérællum að maðurinn réttlætist fyrir- trúna, án verka lögmálsins." [Niðurl.]

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.