Nýtt kirkjublað - 12.11.1906, Page 9
NÝTT KIRKJUBLAÐ.
249
á högum hennar, þá virðist lítt hugsanlegt, að það verði gjört
kostnaðarlaust, eins og nefndin ætlast til, að kalla má.
Ekki vill nefndin vinda hráðan bug að umbótunum, sem
hún hefir í huga. Lögin, sem að því lúta að bæta hag presta,
eiga ekki að koma til framkvæmda fyr en smátt og smátt eftir
því sem prestaköllin losna. Á þvi gæti staðið 30—40 ár eða
lengur. En á þeim tima má búast við að ástæður þjóðarinnar
breytist til mikilla muna á margan liátt, og verði því lögin úrelt
orðin áður en þau komast í gildi um land alt, þó að þau væru
brúkleg eins og nú stendur; kæmu þá umbæturnar fyrirhuguðu
aldrei að notum nema á nokkrum stöðum á landinu. Vitaulega
hefir nefndinni gengið sparsemi til að haga þessu svo, en eigi
hitt, að hún viðurkenni ekki bráða þörf umbótanna. Og sparn-
aður yrði það vafalaust nokkur á móts við það að láta lögin ganga
í gildi alstaðar í einu. En þó gæti farið svo, að sparnaðurinn
yrði ekki eins mikill og nefndin ætlast til. Þessi tilhögun freist-
ar allra þeirra presta, sem lægst hafa launin, og þeirra, sem elst-
ir eru, til þess að sækja burt eða leggja niður embætti um stund-
arsakir; þvi að það er eini vegurinn fyrir þá til þess að öðlast
launahækkun og losna við eftirlaunakvaðir, samkvæmt tillögum
nefndarinnar. Trúlegt er, að þeir yrðu allmargir, sem til þess létu
leiðast; þörfin rekur viða á eftir. Og þvi fleiri sem þeir verða,
því minni verður sparnaðurinn fyrir landssjóð. Auk þess er það
ömurleg tilhugsun, liklega fleirum en prestum einum, ef mikil
brögð yrðu að því, að prestar hrökluðust þannig burt þaðan sem
þeir annars vilja vera og sambúð við söfnuði er góð, og ef til vill
gömul.
Með þessari óhappa-tillögu sinni hefir því nefndin í rauninni
brotið það niður með annari hendinni, sem hún hefir bygt upp
með hinni. Telur fundurinn það svo mjög misráðið, að með engu
móti sé við unandi, og meira að segja; líklegt til þess að auka
til muna þá óánægju, sem á sór stað meðal prestastéttarinnar, og
er þó varla á það bætandi.
Ef þær breytingar, sem nefndin annars vill gjöra á högum
presta, kæmu í gilcdi alstaðar jafnsnemnva, þá viðurkennir fundur-
inn að þær muni til nokkurra bóta. Sú meginregla virðist vera
rétt, að launin séu jöfn til að byrja með, en fari hækkandi eptir
aldri. Erfiðleikauppbætur og persónulegar uppbætur eftir verð-
leikum eru og sanngjarnar og haganlegar. En varla getur nein-
um manni blandast hugur um það, að launin þyrftu að vera hærri
en nefndin leggur til (1200, 1400 og 1000 kr.), ef framvegis á að
verða völ á jafn-hæfum mönnum til prastskapar eins og til ann-