Nýtt kirkjublað - 12.11.1906, Blaðsíða 10
250
NÝTT KIRKJUBLAÍ).
ara embætta. Til þess þyrftu launin að vera svo há, að at þeim
megi lifa sómasamlega án þess að stunda auka-atvinnu (búskap).
Og líklegt er að þjóðÍD gjöri sig ekki ánægða með það til lengd-
ar, að í prestsstöðu veljist þeir einir af mentamönnum landsins,
sem sízt eiga sér annars úrkosti. En ef það á ekki að verða, er
óhjákvæmilegt að láta presta hafa eins góð kjör og aðra opinbera
starfsmenn, sem álíka luiklu þuria til að kosta.
Eundurinn fór alls ekki fram á Deinar réttarkröfur, bygðar
á fornum eignarrétti kirkjunnar, né heldur fram á nokkra náðar-
veitingu, heldur það eitt, ,er honum virtist brýn þörf og væri bygt
á fullri sanngirni. Það er hvorttveggja að hér er ekki unr nein
sældarkjör að ræða, enda ætlast prestar alls ekki til þess að geta
lifað sællífi, sern sízt mundi verða þeim til gæfu eða gengis, held-
ur að eins að þeir hafi það kaup, að þeir með reglusemi geti kom-
ist vel af og fyrir þá sök haldið fullri virðingu í stöðu sinni.
Um kirkjunefndarmálin liafði fundurinn annars efnkum þetta
að athuga:
Samband ríkis'og kirlcju áleit fundurinn enn ekki kominn tíma
til að leysa; kannaðist að vísu við að fríkirkjuhugmyndin væri í
sjálfu sér fögur, en ýmislegt væri þó því til fyrirstöðu að setja
fríkiikju á stofn nú þegar. Efnalegar ástæður væru sumstaðar á
móti þvi, einkum i strjálbýli. Og þar sem menn gerðu sér von
um að við það mundi vakna Dýtt líf í kirkjunni að stofna fríkirkju,
þá þótti það raunar ekki ólíklegt, eu það yrði þó því að eins
holt og heilbrigt líf, að þjóðin hefði fengið meiri mentuu en enn
er. Enn fremur þyrfti þetta mál rækilegan undirbúuing. Yel þótti
mega bjargast við þjóðkirkju um alllangan tíma, ef hún fengi
eðlilega sjálfstjórn og rétti utan-þjóðkirkjumanna yrði vel borgið.
Biskupsembœttinu vildi funduriun halda sérstöku, og áleit enn
meiri þörf í því en áður, ef kirkjan fengi sjálfstjórn. En helzt
vildi hann að biskupinn yrði kosiun af prestum.
Kirkjuþing áleit fundurinn nauðsynlegt til þess að kirkjan
gæti stjórnað sínum eigin málum. Aleit hann það hættulaust fyr-
ir þjóðfélagið, þar eð stjórn og alþingi sker úr, ef ágreiniugur
kemur milli þess og alþingis. Ekki áleit fuuduriun það neitt að
marka þó að synodus og aðrir kirkjulegir f'undir hefðu reynzt at-
kvæðalitlir, þar sem þeim samkomum hetði verið komið svo óhent-
uglega fyrir, og þær sama sem engin ráð haft.
Um sbknarnefndir og liéraðsnefndir þótti fundinum tillögur nefnd
arinnar til bóta, það sem þær ná; kosnÍDgartími sóknarnefnda lengd-
ur, þeim settur oddviti; safnaðarfulltrúunum ákveðnir dagpening-
ar o. fl.