Nýtt kirkjublað - 12.11.1906, Qupperneq 12
252
NÝTT KIRKTUBLAÍ).
Jafnvel þótt prestafundurinn féllist á margar tillögur kirkju-
málanefndarinnar gjörði liann þó breytingartillögur við flest frum-
vörpin, og lét nokkurn veginn ítarlega í ljósi álit sitt um bvert
mál fyrir sig. En í þessu stutta ógripi er ekki bægt að fara um
það fleiri orðum. Aðaltillögurnar voru það, að þjóðkirkjan feugi
frjálslegra fyrirkomulag, kjör presta yrðu bætt að mun, og að
allar béraðlútandi réttarbætur yrðu látnar komast á sem fyrst og
alstaðar jafnsnemma.
Á fundinum, sem var 9. fundur presta í héraðinu, varð ekki
timi til að ræða fleiri mál neitt að ráði.
Slvar
til síra Magnúsar Helgasonar.
[Niðurl.J Um utanbókarlærdómiun og skaðvænleik hans fer
síra Magnús margfalt barðari orðum en ég nokkru sinni í ritdómi
minum, og þar talar hann af meira en 20 ára reynslu sem prest-
ur. En því erfiðara verður mór að skilja gang hugsunarinuar
hjá honum er hann í stað þess að segja út frá slíkri reynslu:
burt með þessa skaðvænlegu námsaðferð og burt með hverja þá
trúkenslubók, sem getur orðið til að halda lífinu í henni, — mæl-
ir sterklega fram með hinu gallaða ljóða-kveri, af þvi að það gjöri
þessa námsaðferð, sem hann telur skaðvænlega, Ijúfari og léttari
börnunum! Síra M. játar, að þululærdómur kversins geri börnin
leið á kristindórasfræðslunni, svo að hún stundura verði þeim hreiti-
asta kvalræði, af því að þau skilji minst af því sem þau séu að
fara með, — en þó vill hann að tekið sé upp pað kver, sem beint
knýr þau börn, er nota það, til þess að læra alt i þulu, og hlýt-
ur að gjöra tileinkun efnisins etin etfiðari vegna ljóðabúningsins!
Það er vafalaust talsverðum erfiðieikum bundið að komast hjá
utanbókar-lærdómnum með þeirri tiihögun setn er á barnafræðslu
hér á landi og hefir verið, og ég skil fullvel, að síra M. hefir
þreyzt á tilraunum sinum í þá átt og fundist þær vera fyrir gíg,
i sveit þar sem enginn er skóli og börnin hafa komið beint frá
heimilunum til prestsins. En sé þessi námsaðferð eins skaðleg
og síra M. heldur fram, þá verður að berjast á móti henni,
geri þululærdómurinn kristindómsfræðsluna að hreinasta kvalræði,
þá má ekki með nokkru móti gefast upp i baráttunni gegn honum
fyr en sigur er unninn. Verði aftur á móti séð fram á, að þulu-