Nýtt kirkjublað - 12.07.1907, Qupperneq 1

Nýtt kirkjublað - 12.07.1907, Qupperneq 1
NÝTT KIRKJUBLAÐ IIÁLFSMÁNAÐARRIT FYEIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGA MENNING 1907. Reykjavík, 12. júli 13. blað ■£^.va>rwN. Hr prcdikun við alþingissctningu 1907. Eftir séra Fr. Friðriksson. Tcxli 5 Mós. 6, 1-6 — ------Ef ótti drottins er upphaf vizkunnar og hin lif- andi trú hennar berandi og þroskandi kraftur, þá cr kœr- leikurinn fullkomnun hennar, sigur hennar og sæla. Kærleikurinn er hið æðsla og mesta í heimi, því hann er innsta, eilífa eðli guðs. Mennirnir eru skapaðir í guðs mynd, þess vegna er þá og kærleiluirinn þeirra in nsta eðli og eilífa ákvörðun. Þess vegna er og kærleikur sæla mannanna og kærleiksþráin eitt af hinum dýpstu og upprunalegustu öflum hins sanna mann- dóms. Kærleikurinn er heilbrigði lífsins, kærleiksleysið veikl- un, sjúkdómur og átumein. En kærleikurinn byrjar hjá guði sjálfum. Hann „elskaði oss að fyrra bragði“. Hann elskaði oss áður veröldin var grundvölluð, meðan vér aðeins vorum til í hans eilifu kær- leikshugsjón. Og af kærleika skapaði hann oss sér til handa, og þess vegna er Iijarta vort órólegt alt þangað til það fær hvílzt við kærleikans eilífa föðurbrjóst. Vér erum skapaðir til þess að elska guð, og það er vor sæla og sanni kraftur; ]>að er ákvörðun vor. Af þessum kærleika lil guðs á allur sannur kærleikur að spretta: hinn sanni kærleikur til sjálfra vor, sem kennir oss að lifa samkvæmt háleitri köllun vorri, og hinn sanni kærleikur til annara manna, sem kemur því lil leiðar í oss, að vér verðum umburðarlyndir, góðviljaðir, ekki öfundsjúkir, ekki raupsamir, ekki hrokafullir, gjörum ekkert ósæmilegt, erum ekki sérplægnir, ekki reiðigjarnir, tilreiknum

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.