Nýtt kirkjublað - 12.07.1907, Síða 5

Nýtt kirkjublað - 12.07.1907, Síða 5
ISTÝTT KIRKJUBLAÐ. 149 piblían og ndttúruvísindin Eftir Christopher Bruun, prest í Kristjanía. Það er vor trú, að sá guð, sem vor mesta vegsemd og hamingja er að dýrka og kalla föður vorn, hafi „í upphafi skapaði himin jörð“, að gjörvallur alheimurinn eigi upptök sín hjá honum. Og }>að er vor trú, að gjörvallur alheimur- inn heri sterklega merki þess uppruna síns. Þegar um menn er að ræða, )>á getum vér ekki öðlast fullkomna )>ekk- ingu á þeim nema vér kynnum oss það sem eftir þá liggur; sérstaklega á þetta heima um hin svokölluðu skapandi, and- legu mikilmenni. Svo er og um þekking vora á guði; hún byggist meðfram á skoðun og íhugun verka hans. Sá sem í fyrsta sinn kemur inn í Kölnar-dómkirkjuna eða aðra slíka kirkju og lítur hinar mikilfenglegu hvelfingar uppi yfir sér, getur naumast varist )>ví, að það sem hann sér, fái mikillega á hann. Það er andi og hugsun hins gamla yfirsmiðs, sem kemur til móts við hann strax á þröskuldinum oghrífurhann með sér. Aftur á móti getum vér látið fyrir berast dag eftir dag í musteri því, sem guð hefir gjört sér til dýrðar, án þess að opna augun. En svo getur ]>að líka, svo sem af hendingu, borið við, að hlæjan líði frá augum vorum og vér fáum að líta óendanleikann hvelfast uppi yfir oss í þeirri fegurð, sem jafnvel fyrir vorri döpru sjón mikillega ber af fegurð hins mannlega listaverks. Þá fer oss að skiljast hugsun Páls postula, er hann talar um, að heiðingjarnir hafi einnig meðtekið guðlega opinherun, að „hið ósýnilega eðli guðs, bæði hans eilífi kraftur og guð- dómleiki, sé sýnilegt frá sköpun heimsins, með því að það verði skilið af verkunum". Trúaðir menn á dögum hins gamla sáttmála sáu ljós- lega þessa guðs opinberun í alheiminum og náttúrunni. Það sýnir oss meðal annars Jobs-hók og margir af sálmunum. Fyr á tímum veittu kristnir menn líka þessari opinberun eftir- tekt. Nú er það orðið miklu sjaldgæfara meðal trúaði’a manna. Ef til vill er orsök þess sú að svo mörgum þeirra, sem fást við rannsókn náttúrunnar og þekkja hana bezt, hættir til að

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.