Nýtt kirkjublað - 12.07.1907, Qupperneq 6

Nýtt kirkjublað - 12.07.1907, Qupperneq 6
150 _ _____ NÝTT KIRXJTJBLAÐ. nota hana til þess að hrekja trú vora, en ekki til þess að styðja hana. Menn byrja helzt á sköpunarsögunni. Sá sem kannast við að hann trúi henni, er af mörgum þeirra gjörður að at- hlægi, og það enda þólt ekki sé svo geypi langt síðan er sjálfur Cuvier fór um hana hinum lofsamlegustu orðum. En — um sh'kar árásir manna á einstök atriði í biblí- unni náttúrufræðilegs (eða sögulegs) eðlis, er það að segja fyrst og fremst, að vér megum ekkilíta á þau svo sem stæði trú vorri af þeim nokkur minsta hætta Vér leitum ekki til biblíunnar til þess af henni að fræðast um náttúrufræðileg eða söguleg efni. Vér leitum þangað til þess að fræðast um fiiður vorn eilifan og son hans eingetinn, um samband sálar vorrar við þá, um b'fið eilífa eins og menn Jifa það bæði hérna megin grafarinnar og hinu megin. Og skyldi föður vorum eilífum hafa ])óknast að láta bókina sína bera á sér fingra- för mannlegs breyskleika, er birtist i sögulegum og náttúru- fræðislegum villum, ])á skiptir það o.-s engu þegar til heild- arinnar kemur. Þó ímynda eg mér raunar, að það muni um síðir koma í Ijós, að hann hafi varðveitt hana hreina, hreina sem gullið, sjö sinnum hreinsað, eins og að orði er komist. En ég byggi öldungis ekki sáluhjálparvon mína á þeii'ri skoðun! Ég trúi á biblíuna, af því aö ég trúi á Jesúm Krist! Eg trúi öldungis ekki á Jesúm Krisl, af því að ég trúi á biblíuna! Þeir menn kristnir eru til, sem mundu álíta stoðunum kipt undan von sinni um eilífa sáluhjálp, ef einhverjum tæk- ist að sannfæra þá um, að eitthvert örlítið smáatriði í bibli- unni væri rangt. Barátta þessara manna gegn vantrú ná- lægs tíma endar þá líka oftast í þráttan um ösnu Bíleams, hvort hún hafi talað eða ekki, eða annað þessu likt Slíka biblíutrú vill guð að engu gjöra og hefir fengið náttúruvís- indi vorra tírna til þess að vinna að því. Trúuðum mönnum veitir erfiðara að gjöra það, með því að þeir eru hræddir við að hneyksla einhvern smælingjann, sem í umbúðum bókstafa-dýrkunarinnar kynni að geyma sanna barnslega trú. En náttúrufræðingar vorra tíma hafa aðrar athugasemdir fram að færa gegn trúnni, en þessar sem nú voru nefndar viðvíkjandi sköpunarsögunnj og ösnu Bíleams,

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.