Nýtt kirkjublað - 12.07.1907, Síða 7

Nýtt kirkjublað - 12.07.1907, Síða 7
^ jtfÝTT EIREJTJBLAÐ ^ 151 Höfuðástæðan erífæstum orðum hin ósjálfráða (mekan- iska) heimsskoðun þeirra. Hinn mikli alheimur meðsínum ótölu- lega hnattafjölda, sólkerfum sínum og kerfum sólkerfa, eiga að lúta einu einasta óbrotnu lögmáli, sama lögmálinu, sem stýrir hreyfingu hjómbólunnar sem hringsnýst í iðnnni fyrir neðan fossinn og duft-agnarinnar, sem bærist fyrir loftinu, sem vér öndum frá oss. Hinn mikli alheimur er gangvél, hjólakerfi óendanlega samansett og ]jó jafnframt óendanlega óbrotið, og vér gætum bætt við: óendanlega háleitt og óend- anlega hátignarlegt í einfaldleika sínum og brotaleysi. Það var sama hjólakerfið, sem spámaðurinn í Israel sá forðum daga fyrir neðan hásæti hins eilifa. Munurinn aðeins sá, að þar lék lífsins andi um hjólin. Þessi heimsgangvél, sem náttúru- dýrkandi spámenn vorra tíma sjá fyrir augum sér, getur haldið áfram að ganga um raðir aldanna alda án fulltingis nokknrs lífsins anda. Vélin framleiðir með sömu hægð og sömu nákvæmni — þegar tími og tækifæri heiinta, — kryst- alla og blórn, hjómbólur og manneskjur. Og með sörnu hægð og sömu nákvæmni gjörir hún þetta aftur að engu. Postular náttúruvísindanna hafa unnið mikilfengleg stór- virki á vorum dögum. Þeir hafa gjörskoðað og rannsákað alheiminn út til yztu endimarka hans. Þeir hafa fundið lög- málið: af snrávægilegum sveiflum í braut einnar jarðstjörnu geta þeir reiknað út, hvar önnur jarðstjarnan, sem ekki verð- ur séð, á að vera. Og hún er þar. Með því töfraafli, sem í tölnnum felst, mæla þeir fjarlægðir milli fastastjarnanna. Þeir reikna út þyngd þeirra og geta sagt oss, að ein þeirra sé t. d. 1700 sinnum þyngri en sólin okkar og eitthvað 500 miljónum sinn- um þyngri en jörðin. Og með Ijósbrots-rannsóknum sínum hafa þeir komist að efnafræðilegri samsetningu fastastjarnanna og geta frætt oss um úr hvaða efnum þær séu saman settar. Og hér á jörðu rannsaka þeir margfaldleik kraftanna, efnanna og myndanna og eru að leita að rót hulinnar einingar í þess- um margfaldleik. Og þeir bafa komist að raun um, að all- ur kraftur sé einn og liinn sami; Ijós, hiti, rafmagn og segul- magn sé alt eitt og sama frumaflið. Og þeir hafa hugboð- um einingu efnisins fólgna bakvið frumefnin mörgu. Þessa einingu kraftarins, einingu myndanna og ef til vill einnigein- ingu efnisins mun mega telja mikilfenglegustu sigurvinningu

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.