Nýtt kirkjublað - 12.07.1907, Page 10

Nýtt kirkjublað - 12.07.1907, Page 10
154..___ NÝTTKIRKJUBLAÐ. _________________________ hefir gefið mönnunum skynsemina til að lýsa þeim í veröld- inni, að hún megi ekki og svo hér segja honum. hvað hún rétlast getur skynjað. Má ]>ví nærri geta, að efhinum miklu gáfumönnum með jafnri mælsku og skarpleik, ekki tekst að útlista svo kristindóminn upp á náttúrlegan hátt, að fjöldi hinna lærðu, sem einir eru færir að dæma um ástæður þejrra, geti fallist á þeirra mál, muni það verða áreiðanlegra sem íleiri eru samdóma um. I Halle eru nú keriharar við háskólann við hliðina á Tholuck tveir hinir nafnfrægústu guðfræðingar meðal allra þeirra, sem upp á náttúrlegan hált hafa leitast við að útlista kristindómsins yfirnáttúrlega uppruna með hinum mesta skarp- leik, og ætla, að alt það undrunarfulla í frásögunum sé aðeins innifalið í oVðatiItækjum, sem á þeim tímum voru töm, en flestir lærðir hingað til hafði of mjög tekið í sinnar eigin tiðar anda. En kristindómsins guðdóndegleiki er ekki nema að nokkru leyti bygður á kraftaverkmn og öðru útvortis, heldur líka og miklu framar á sínu innvortis ágæti og fullkomleg- leikum, sem engin tnannleg vizka hefði getað útgrundað, og er það ekki síður óskiljanlegt, ef alt á að skoða sem hlut- anna vanalega gang sem hið fyrra. Wegscheider er allra þeirra fyrirrennari og heíir liann skrifað i þessum anda lærða kenslubók í hinni kristilegu trúarfræði. Gesenius stallbróðir hans er helzt nafnfrægur af lærdómi sínum i austurlandamál- um, hefir hann skrifað hinar fullkomnustu orðabækur yfir hið gamla testamenti; sömuleiðis með stakleguni lærdómi útlagt og útlistað spámanninn Esajas ásamt spádómunum, sem hann inniheldur. Enn þá lifir sem kennari í Heidelberg hinn nafn- frægi Paulus, sem, til aðskilnaðar frá nafna sínum hinum gamla, var um tíma kallaður „ekki-postulinn“ (der Nicht- Apostel"). Hefir hann ritað einhver hin lærðustu verk til útleggingar hinu nýja testamenti, hverra nýjast er hans útlist- andi handbók (exegetisches Iiandbuch) yfir guðspjallamenn- ina og Jesú æfisaga (das Lében Jesu), bvorttveggja stór verk og hin lærðustu. Hefir hann með sérlegum hætti leitast við að útlista alt það undrunarlega með því að taka sérlegt tillit til mannsins sálar og hversu hún sýnir sig ýmislega og frá- breytilega á stundum. Þessir menn sýnast — svo mikla virðingu sem bera má fyrir þeirra framkvæmdum, og svo mjög sem

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.