Nýtt kirkjublað - 12.07.1907, Blaðsíða 14

Nýtt kirkjublað - 12.07.1907, Blaðsíða 14
ÍÖ8 NÝÍT KIRK.TUBLAÐ von um, að Þýzkaland ekki muni láta ganga úr greipum sér hinn verðskuldaða orðstír, sem hinna heimspekilegu og guð- fræðilegu vísinda-fullkomlegleikar liafa því á unnið. Læt eg þannig að sinni nóg sagt hér um oghinarþýzku bókmentir yfir liöfuð; bið eg þá, sem þykir eg hér um of lang- orðir verið hafa þess að minnast, að það er gttmul regla, sem lttng reynsla hefir sannað, að „þekking beztu bóka er bálf mentun“ („optimos libros noscere est dimidia eruditio“), \)6 að á íslandi hingað til lítt hafi gaumur að þvi gefinn verið. var lialdin 26. júní. Síra Stefán Jónsson á Staðarhrauni prédikaði út af 1. Kor. 3. 11. Auk biskups voru viðstaddir þessir prestar; síra Skúli Skúlason í Odda, Vald. próf. Briem á Stóranúpi, síra Bryn. Jónsson á Olafsvöllum, lector Þórhallur Bjarnarson, docent Jón Helgason, docent Eiríkur Briem, Jens prófastur Páls- son í Görðum, dómkirkjuprestur Jóhann Þorkelsson, að- stoðarprestur Bjarni Hjaltested, síra Friðrik Friðriksson, síra Magnús Þorsteinsson á Mosfelli, Jón próf. Sveins- son á Akranesi, síra Guðm. Helgason í Reykholti, síra Stefán Jónsson á Staðarhrauni, Sig. próf. Gunnarsson i Stykkishólmi, síra Vilhiálmur Briem á Staðastað og síra Helgi Árnason í Ólafsvík. Biskup setti fundinn með ræðu og skýrði frá verkefni sýnodusar að þessu sinni, og bjóst sérstaklega við umræðum um kirkjulegu lagafrumvörpin. Á fundinum var gestur, lúterskur prestur ungverskur, Ludwig S. Szeberenyi að nafni, og beindi biskup til hans nokkrum kveðjuorðum. Styrktarfé til ráðstöfunar var sama og áður, kr. 4390,70. Tillögur biskups um skifting þess voru bornar upp og sam- þyktar. Biskup gerði grein fyrir hag Prestekknasjóðsins: átti hann í árslok 1906 kr. 25607,49 og hafði þannig aukist um 450 kr. á árinu. Tekjur höfðu eigi komist til reiknings al'

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.