Nýtt kirkjublað - 12.07.1907, Qupperneq 15

Nýtt kirkjublað - 12.07.1907, Qupperneq 15
&ÝTÍ KIBKJUBLAÍ). Í5§ sfilu sálmabókar að j)essu sinni. en mundu væntanlega all- ríflegar i reikningi j>. á. Biskup skýrði frá gjöfum og tillfig- um til sjóðsins árið IDOíi, er hfifðu numið fullum 200 kr. Samjjykt var sú tillaga biskups að veita áfram næstu ár 800 kr. af sjóðnum. Þá var kirkjulöggjöfin tekin til umræðu. Biskup útbýtti frumvörpunum, sem væntanleg eru á þing- inu. Tillögur milliþinganefndarinnar í kirkjumálum voru og lil bliðsjónar. Eftir uppástungu Vald. próf. Briem var kirkjuþingsmálið — sem stjórnin hefir eigi gert að sínu frumvarpi — tekið fyrir, og eftir nokkrar umræður borin upp svo hljóðandi til- laga frá biskupi: „Sýnodus lætur i Ijósi, að hún saknar þess mikillega, að landstjórnin skuli ekki hafa séð sér fært að leggja fyrir al- ]>ingi frumvarp til laga um kirkjuþing fyrir hina íslenzku þjóð- kirkju, í aðalatriðunum samhljóða tillögum kii’kjumálanefnd- arinnar, og ber fram þá ósk, að slíkt kirkjuþing verði sem allra fyrst leitt í lög.“ Tillagan samþyktmeð12 atkv. gegn 1. Frumvarp til laga um skipun prestakalla var þá rætt, og hneigðust umræður að því, að fulllangt mundi sumstaðar farið í sameiningum. Sú tillaga var samþykt: „Sýnodus lætur í ljósi hræðslu sina um það, að bæði kirkjumálanefndin og landstjórnin hafi farið of langt í tillög- um sínum um samsteypu prestakalla, en treystir sér þó ekki sökum ónógs kunnugleika til þess að koma með ákveðnar breytingartillögur." Frurnvarp til laga um skipun sóknarnefnda og héraðs- nefnda var rætt. Svo látandi tillag samþykt með 10 atkv.: „Synodus óskar, að prestar eins og aðrir héraðsfundar- menn fái dagpeninga fyrir að sækja héraðsfundi, og að dag- peningar héraðsnefndarmanna séu ákveðnir með sömu upp- hæð og sýslunefndarmenn fá.“ Frumvarpinu til laga um veilingu prestakalla lýsli sýnodus sig samþykka í aðalatriðum. Frumvarpið til laga um laun sóknarpresta var þá rælt og hóf síra Jens Pálsson umræðurnar með langri tölu. Svo- látandi tillaga var sam]>ykt með 7 atkvæðum.: „Sýnodus álitur laun presta eins og þau eru liltekin í

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.