Nýtt kirkjublað - 24.07.1907, Blaðsíða 2

Nýtt kirkjublað - 24.07.1907, Blaðsíða 2
NÝTT ÉTJIKJUBLAÐ. Í62 dásemdiini, sem guð lætur blasa við oss í sköpunarverki sínu. En það er meira en minkun, |)að er líka skaði. Trú vor get- ur ekki, sér að skaðlausu, án verið þeirrar opinberunar veru guðs, sem hann hefir Iátið oss í tó í náttúrunni. Því fyrst og fremst þar sýnir hann oss hve mikill hann er. Eins og nú er geta skynsemistrúarmenn oft og einatt með réttu hrópað til kristinna manna: Ykkar guð er lítill guð! En náttúran gefur oss ekki aðeius að líta hátign guðs, heldur einnig mátt hans. Einmitt það, hversu guð í allri sinni starfsemi tekur tillit til þess lögmáls, sem er drotnandi i alheiminum, hversu hann í öllum greinum lætur sambandið milli orsakar og afleiðingar haldast órofið, er talandi voltur um mátt, sem alt verður að lúta. En ef guð tekur i allri starfsemi sinni slíkt tillit til hins drotnanda náttúrulögmáls, er þá ekki frjálsræði hans að engu g]ört? Getur hann þá heyrt bænir vorar? Getur hann þá yfir höfuð náð því takmarki, sem hann hefir sett sér og samsvarar tilgangi hans ? Er ekki frjálsræði guðs að engu gjört með orsakasambandinu og náttúrulögmálinu? Eg vil fyrst af öllu biðja menu, að nota augu sín. Stundum, að minnsta kosti, hefir guði tekist að ná tilgangi sínum með þessari lögbundnu starfsemi sinni. Til eru vissu- lega einstöku heimspekingar sem með staklegri ánægju leitast við að draga fram í dagsbirtuna sérhvað það, sem þeim virð- ist öfugt og óhagfelt í heiminum, eins og til eru aðrir, sem, þrátt fyrir hið illa í heiminum, ekki vilja sjá þar neitt annað en það sem fagurt er, samræmilegt og hagfelt. Mér kenmr ekki til hugar að takast á heudur að hrekja hiua svartsýnu heimspekinga í hverju einstöku atriði, sem þeir hafa dregið fram svo sem vott um að hér sé ekki alt svo hagfelt sem æskilegt væri. En þó hygg ég, að mér sé óhætt að segja, að heimurinn, sem vér lifum í, beri í heild sinni hvsna mikilfenglegt vitni um, að tillitið, sem guð tekur til nált- úrulaganna, komi yfirleitt ekki í veg fyrir, að það nái fram að ganga, sem hann vill. En svo er annað, sem hér verður að taka fram. Opin- berun guðs í náttúrunni er ekki einasla guðs-o])inberunin, sem vé)- höfum af að segja. Til er h'ka önnur opinberun. Og getum vér ekki án verið opinberunar guðs í náttúrunni,

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.