Nýtt kirkjublað - 24.07.1907, Page 3
163
NÝTT KIRKJUBLAÐ.
þá getum vér vissulega enn þá miklu síður án verið þeirrar
opinberunar, sem Jesús JCristur hefir flutt oss og er oss
geymd í hinum helgu ritum.
Væri oss ekki gefin nein opinberun um guð önnur en
sú er við oss blasir í náttúrunni, ]>á mundi vissulega verða
harla iitið úr djörfung vorri i bæninni og úr hinni öruggu
vissu um bænheyrslu. En Jesús Kristur liefir einmitt mik-
illega hvatt oss lil bænrækni og í'ullvissað oss um bænheyrslu.
Jesús Kristur var spekingur, hinn mesti, sem lifað hefir
hér á jörðu. En því verð ég að bæta við, að með þessu
er ekki fyrir það synjað, að hann hafi verið guð. Hann var
spekingur. En liugur hans hneigðist ekld svo mjög að heimi
náttúrulífsins, þótt hann í líkingum sínum tæki helzt dæmin
J)aðan. IJann lifði í æðra heinfi frjálsræðisins, í beimi andans,
í guðs heimi. Og hann talar um alt sem þar að lítur með
meiri myndugleika, en nokkur annar, — með konunglegum
myndugleika. Ut frá þekkingu sinni á þessum beimi segir
bann oss, að alt sem viðber í heiminum, hið stærsta sem
hið smærsta, það vei'ði eins og faðir hans vill. Faðir bans
nær dvalt tilgangi sínum, bann nær ávalt því takmarki, sem
hann befir sett sér. Sé veröldin i augum náttúrufræðinga
voi'ra í öllu háð náttúrulögunum og orsakasambandinu, þá
er hún í augum sonarins ekki síður þannig úr garði gjörð,
að alt miðar þar að ákveðnu takmarki og hefir sinn ákveðna
tilgang.
Hugsun náttúrufræðinganna veitir oss með litilli fyi'irhöfn
auðvelt að tileinka oss. Hugsun sonarins þar á móti verður
oss auðveldlega of há. En vér tökum trúanlegt það sem
liann segir, einnig þar sem vér ekki getum séð. Hann talar
]>að sem hann ser, eins þótt orð hans séu æðri skilningi
vorum.
Fyrir ]>ví segjum vér: þegar guð starfar á lögsanfiegan
hátt þá nær hann með þvi ávalt því takmarki, setn hann
hefir sett sér, lætnr það ávalt ná fram að ganga sem bann
vill. Það er aðeins eitt, sem selt getur vilja guðs takmark.
Það er ekki náttúran, því hún lýtur fúslega vilja guðs.
Vondur vilji er hið eina, sem getur boðið guði byrginn.
Til eru þeir kristnir menn, sem álíta, að þekking vor á
lögsamleikanum í náttúrunni hafi veikt trúarhæfileikann hjá