Nýtt kirkjublað - 24.07.1907, Blaðsíða 5

Nýtt kirkjublað - 24.07.1907, Blaðsíða 5
NÝTT KIRKJUBLAÐ. 165 oss verða að einhverju ljóst hvað ]iað er að „ganga fram fyrir guð i öruggu trúnáðartrausti“. — — I nánu sambandi við þessa ósjálfráðu (mekanisku) heim- skoðun, sem ég hefi talað um, stendur framþróunar — eða „evolutiónar“-l;enningin, sem, venjulega er kcnd við Darwin. Um þessa kenning vil ég leyfa mér að segja eins og nýlega var sagt um „sócíalista“-kenninguna, að í henni er nukið bæði af góðu og af illu. Framþróunar-hugsunarinnar gœtir mjftg í heilagri ritningu og einkum hjá Jesú sjálfum; ef cg mœtti komast svo djarflega að orði vildi ég segja, að Jesús Kristur sé faðir framþróunar-kenningarinnar. „Svo er og um guðs riki sem maiður kasti sœði á jörðina...........og sæðið grær og vex, hann veit eigi með hverjum hætti: Af sjálfri sér ber jörðin ávöxt, fyrst strái'ð, þá axið, þá fitlt hveitikorn i axinu. En er ávöxturinn er þroskaður, sendir hann þegar út kornsigðina, því að uppskeran er komin“. Og þetta segir hann með hliðsjón á þeirri skoðnn. sem var svo algeng meðal samtíðarnmnna hans og einnig meðal lærisveinanna, að guðs ríki ætti að myndast svo að segja í einni svipan, svo að allir gætu á því þreifað. Gagnvart þessu heldur hann fram hinum hægfara vexti. stig af sligi, svo sem grundvallarlögmáli guðs j'íkis og þá um leið veraldarsögunnar, já gjörvallrar heimsþróunarinnar Og aftur og aftur verður þessi sanm hugsun á vegi vorum í dæmisögum hans, t. d. um mustarðs- kornið, sáðmanriinn, illgresið og hveitið, súrdeigið o. s. frv. Hin lifandi franiþróun, liinn lifandi vöxtur er anðsæilega fvrir honum ein af frumhugsunum tilverunnar. Það er ekki óhugsanlegt, að einhver grískur spekingur hafi sett þessa hugsun fram á undan timbursmiðnum frá Nazaret, ég veit það ekki. En víst er það, að enginn hefir með jafnmiklum styrkleika gjört hana að heimslögmáli. En svo góðra gjalda vert sem það er, að framþróunar- kenningin hefir dregið fram þessa kristilegu frumhugsun, þá er sízt fyrir að synja, að þar kennir nmrgra öfga og marg- víslegs ranghermis. Það rlður á að greina livað frá tíðru, satt og ósatl í þessari miklu uúliðar-kenningu. Og á því starfi eru menn þegar byrjaðir. Sérstaklega eru menn larnir að gagnrina kenningar Darvvins með mikilli nákvæmni. Og hér virðist mér vera verkefni fyrir kristna stúdenta, kristna nátt-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.