Nýtt kirkjublað - 06.02.1908, Blaðsíða 2

Nýtt kirkjublað - 06.02.1908, Blaðsíða 2
18 NÝTT KIRKJtJBLA© oflítið úr því, hvað dýrin láta berast sín á milli. Vér skiljnm eigi nema að nokkru leyti hljóð þeirra og látbragð og hið hulda samband sem á sér stað þeirra á milli. Dýrin tala á sinn hátt, en svo tekur fyrir: Þau rita ekki, Það er óum- ræðileg uppgötvun þetta, að geta brúað milli löngu látinna manna og þeirra ernúlifa, að fá tæki til að satna í sjóð allri þekkingunni og lífsreynslunni, hjá einstaklingnum og fjöldanum áfram og áfram, lianda næstu kynslóðinni og hverri kynslóðinni sem á eftir kemur, um ófarnar aldaraðir. Alt er nú þetta rétt og íhugunarvert, en þó er spurning- unni ekki enn svarað : í hverju 'er mannseðlið fólgið borið saman við eðli dýr- anna ? Dýpra verður að sækja svarið en að framan er greint. Mannseðlið — eitt og einstakt, — er að maðurinn finnur til ábyrgðar á gjörðum sínum. Maðurinn er kominn á það stig að hann getur kosið um gott og ilt. Iivatirnar standa á hon- um úr tveim áttum eða fleirum, en hann er frjáls í valinu um það, hverri hvötinni hann fer eftir. Skepnurnar eru ábyrgðarlausar. Einmilt við það standa þær svo lágt í stiganum. Sárleikur iðrunarinnar nær eigi til þeirra. Og það er orðað svo, að dýrin hafi enga sam- vizku. Það er þá ábyrgðartilfinning — viljafrelsi — samvizka. Nú fer að koma mannsmótið. Og framundan er hið göf- uga takmark: Að svo komi um siðir, að illu hvatirnar bíti alls ekki á manninn. Hann getur eigi sint þeim. Á þeirri framsóknarbraut sækir í það horfið, að mannsvilj- inn fari að segja fyrir um athafnirnar miklu fremur en áhrifin utanað. Sá maður getur alls eigi heitið frjáls og fullvaldur, sem er þræll fýsna sinna, og lætur hin og þessi skyndiáhrif þveita sér. Hann er eins og fokstrá í vindi, enginn ber traust til hans og mannsmótið það er harla auvirðilegt, Frjáls maður hefir fult vald yfir sjálfum sér. Hann velkir fyrir sér og leggur á vog lífsskoðanir og hugsjónir, sem að houum berast. Hann velur þar og hafnar eftir eðli sjálfs sin, eins óháður og hann getur verið af áhrifum utan að,

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.