Nýtt kirkjublað - 06.02.1908, Blaðsíða 3

Nýtt kirkjublað - 06.02.1908, Blaðsíða 3
NÝTT KIRKJTJBLAÐ. 1-9 Einmitt í því felst viljafrelsið, að kjósa og bafna. Það er þó síður en svo að valið gerist af handahófi. En það er eigi umheimurinn einn saman, sem athöfnunum ræður, — væri svo mætti segja alveg fyrir um það, hvernig það og það réð- ist hjá hverjum og einum — heldur ræður athöfnunum þetta tvent, vilji mannsins sjálfs og umheimurinn. Frjálsi maður- inn beitir þar viljavaldi sínu, er hann gerir upp á milli hvat- anna, sem að honum sækja. Verði hann nú villur í kjörinu, rati á hið illa, þá kennir hann sárleika, — og jafnframt er hætt við því, að af völdum hans kenni aðrir sárleika, — og þá kemur iðrunin. Sé um mann að ræða á háu og göfugu þroskastigi, þá er það eina refs- ingin sem við á. Þessar refsingar, sem á eru lagðar utan frá, og eru búnar til af öðrum, þær eiga að vekja hjá þeim er fyrir verður iðrunar sárleikann, — en setja manninn um leið á þá lágu skör að hann sé eigi fær um að dænia sjálfan sig. Játanlega er refsingin utan frá óyndisúrræðið þráfaldlega. En varlega skyldi henni beita. Og gæti foreldrar þess vel, að spilla eigi sjálfsaðhaldinu og siðferðilega næmleiknum hjá börnunum, með því að brjóta vilja þeirra á bak aftur, og meina þeirn að breyta eftir dórni eigin samvizku. Abyrgðartilfinningin verður meiri og meiri eftir því sem mað- urinn þroskast. — Maðurinn getur með áfengi eða lyfjum sljófgað vilja sinn svo, eða farið svo með hann, að segja megi að hann hafi ekki lengur ábyrgð á gjörðum sín- um. En hann hefir fylstu ábyrgð á því, að hann beitti vilja- valdi sínu svona illa, til að komast í þetta ástand, og glata hinu göfuga mannseðli. Og standi öðrum ógn eða tjón af slíkum manni, verður hann að sæta ábyrgð iyrir. Sjálfsdeyf- ingin sýknar hann alls eigi. Siðfræðisritin tala um þessa baráltu Iiins illa og góða i manninum eins og tvær væru persónurnar, tala um hugsjón og reynd, veruvilja og reyndarvilja o. s. frv. Og það er með öðru orðfæri baráttan milli holdsins og andans. Nútíðarmað- urinn hefir sömu myndina fyrir sér með nokkuð öðrum skiln- ingi. Hann sér hvernig manninum kippir í bæði kynin: Annars vegar er ættarfylgjan, komin óraveg um myrkar göt- ur, frá stofninum eina þeirra allra saman, dýra og manna. Ann- ars vegar er það ívistin guðlega, sem þróast með mannseðlinu.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.