Nýtt kirkjublað - 06.02.1908, Blaðsíða 4

Nýtt kirkjublað - 06.02.1908, Blaðsíða 4
20 NÝTT KERKJUBLAÍ) Það má svo að orði kveða, að maður, sem er méð sjálfum sér, vilji í raun og veru aldrei ilt kjósa. Þegar hann vill ilt vinna, þá snýr hann því einhvernveginn svo fyrir sér, að hann kannast vart við það, að það sé ilt. Það eru aðrar hvatir en að hann vilji ilt vinna. Og svo er hitt þrátiðast, að maðurinn ræður eigi við, hann vill það sem betra er, en annað afl togar hann og teynn'r til hins verra: „Því að hið góða sem eg vil, geri eg ekki, en hið vonda sem eg ekki vil, pað geri egu. (Rómv, 7, 19). Og meðan baráttan stendur yfir, fylgir henni þraut og þjáningar: Eg aumur rnaður! Hver rnun frelsa mig frálíkarna þessa dauða“? (Rómv. 7, 24). En þegar betra eðlið ber sigurinn úr býtum í baráttunni, þá er það fullreynt, að maðurinn kennir þess innra með sér á dularfullan hátt, að honum vex þróttur, og honum líður vel, og það enda þótt sigurinn sá dragi á eftir sér tímanlegt tjón og ofsóknir; „En í öllu þessu meira en vinnurn vér sigur fyrir liann sem elskaði oss. (Rómv. 8, 37). Oss dylst það eigi að illu hvatirnar eru leifar og arfur frá dýrseðlinu forna. Djöfullinn þarf ekki að eiga þar upp- tökin. Það má segja um dýrið, að það sé saklaust í vitund- arleysinu um ilt og gott, en náttúruhvatirnar drotna alveg yfir því. Hunangsílugan virðist vera) greind og félagslynd, en öllum hunangsflugum heimsins er eigi nema einn vegur markaður. Og kötturinn getur eigi stilt sig um það að stökkva á litla fuglinn, þegar færi hýðst. Og eins er um það, að sannarlegt göfugmenni getur eigi fengið sig lil þess að drýgja glæp. Þroskalitlum manni og miður siðgóðum verður það oft að láta undan dýrseðlinu. Betri maður hans, eðlið guðlega, er þá sem fjötraður fangi hjá liinu. Eftir á verður hann sár- reiður yfir þeirri niðurlægingu. En siðferðilega styrkur maður og frjáls heldur dýrseðl- inu í skefjum og drotnar yfir því. (Þýtt úr ensku.)

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.