Nýtt kirkjublað - 15.07.1908, Síða 3

Nýtt kirkjublað - 15.07.1908, Síða 3
NÝTT KffiKJTJBLAÐ 163 stiftis, og auðfengin samvinna við þá nyrðra. Ætlast var til að útgáfuarðurinn gengi til prestekknasióðs, en sá sjóður á nú útgáfurétt sálmabókarinnar, sér til mikillar hagsbótar. Skipaðir voru í nefnd, til undirbúnings og framkvæmda, uppá- stungumaður, séra Jens og prestaskólakennarar J. H. og Þ. B. Sóknarnefndir bafa fengið stórum auknar skyldnr með liiiium nýju lögum, er |>að mikið mál og ekki vandalaust, og hafa nefndirnar ekki lögin. Séra Jón prófastur Sveinsson reifði málið, og var sú tillaga hans samþykt, að „skora á landstjórnina að gefa út og senda sóknarnefndum leiðarvísi um störf þeirra og verksvið eftir núgildandi lögum". Gjaldubreytingin varð síðasta málið sem tíminn leyfði að taka fyrir; þótti líklegra að sinni til umræðu en kenning- arfrels'ð, sem jafnframt var á boðstólum, þess máls þá vænzt i N. Kbl. Fundarstjóri rakti allrækilega sögu þess máls á dagskrá synodusar og alþingis árin 1887 — 1894, meðan séra Þór- arins naut við. Bæði frumvörp skattanefndarinnar, sem kunn eru að efni til af blöðunum, voru rædd ítarlega, og eftirfarandi tillögur samþyktar. „Synodus lýsir sig hlynta hinu persónulega gjaldi til prest- launasjóðs og kirknasjóða, en telur jafnframt óhjákvæmi- legt, að manntalið, sem gjaldið byggist á, verði tekið á hent- ugum tíma og á fulltryggilegan hátt“. „Synodus lætur uppi það álit, að tillögur skattanefndar um borgun fyrir aukaverk presta séu miður sanngjarnar og ekki í samræmi við slíka borgun nú á tímum til annara starfs- manna þjóðfélagsins.“ ur völundarhúsinu Brot úr bréfi. Eg er eindregið með „nýju guðfræðinni" svo nefndu, en þykir þó vænt um hverja trúarlega hreifingu, sem vænleg er til þess að vekja líf. Mér blandast ekki eitt augnablik hugur um, að aðalatriðið er að koma fólkinu til að hugsa alvarlega

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.