Nýtt kirkjublað - 15.07.1908, Síða 6

Nýtt kirkjublað - 15.07.1908, Síða 6
166 NÝTT KmKJTJBLAÐ en liinn eldri konungssjóður frá þjóðhátíðarárinu. Styrkheitin ná einnig til félaga, og mun þar eigi sízt haft fyrir augum, að hin uppr-ennandi Ungmennafólög muni gera skógræktina að hjartans áhugamáli sínu. Þegar vér Islendingar erum á ferð um önnur lönd, ]>á prýðir ekkert jafnmikið yfirbragð sveitanna og lundirnir kring um bylin. Þeirrar prýði söknum vér svo sárt hér heima. Og ]>ó skiftir það meiru, að landsbygðin eyðist hjá okkur — landið okkar blæs upp og fer í kalda-kol — förum við ekki að rækta og friða skóg. Það er hvorki meira né minna. Kollafjarðarnesskirkja. Kirkjurnar á Felli og Trölla- tungu í Strandasýslu leggjast niður og sameinast sóknirnar, og ein kirkja verður reist í Kollafjarðarnesi. Áhugi er i sóknarmönnum að reisa kirkjuna úr eteinsteypu, og er efni þar gott, og hægt til flutninga. Búist er þá við að kirkjan kosti 7000 kr„ en c. 2000 kr. eru til, og er treyst láni úr kirkjusjóði og af legati Einars Jónssonar frá Kollafjarðarnesi, föður þingmannanna Ásgeirs og Torfa. Sú sjóður nú um 6000 kr. og er til mikilla sveitarnytja. Neyðarkostur virðist það vera að reisa alldýr hús til almennings nota úr aðfluttu timbri, endingarlitlu, í Iandi því þar sem nóg er við hendina af byggingarefni. Mýnsters-hugleiðingar á íslenzku Eg óska að N. Kbl. minnist á hluttöku Jónasar Hallgrímssonar í þýðing- unni á Mýnsters-hugleiðingHin. Af því að eg hafði frá barn- æsku heyrt Jónasi eignað með séra Þorgeiri Guðmundssyni hið „ástkæra ilhýra mál“, sem er á þeirri bók, þá átti eg einatt von á að það atriði yrði snert hjá einhverjum ræðu- smiðnum, sem fram kom á Jónasar-afmælinu í vetur sem leið. En aldrei sá eg þess getið fyrri en í „Sameiningunni“, og þar er Jónasi eignað að hafa þýtt þriðjunginn af bókinni. Mér þykir þetta ekki trúlegt, sízt er eg les formála sóra Þor- geirs. Mér hugkvæmdist strax, hvort ekki geti skeð að áreiðan- legar heimildir væri að fá í Reykiavík, t. d, hjá gamla Páli Melsteð. - Jak. H. —

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.