Nýtt kirkjublað - 15.07.1908, Page 7

Nýtt kirkjublað - 15.07.1908, Page 7
ttÝTT KIRKJTJBLAÍ) 161 Jú — Páll Melsteð segir svo frá, að Jónas átti eigi Garð- vist lengur en til haustsins 1836. Upp úr ]iví voru þeir um hríð saman um herbergi, hann, Konráð og Brynjólfur Pétursson. Kand. Þorgeir Guðmundsson setur á þá 3 að þ)rða hugleið- ingarnar, þeir skiftu verkinu með sér, og hver hafði sinn þriðjung, svo yfirfór Konráð alt handritið á eftir til meira samræmis. Svo sagði Jónas sjálfur frá Páli. Þorgeir fékk 300 rikisdali til útgáfunnar og skifti því fé milli þýðendanna. Hvern hlutann hver hefir þýtt segist Páll ekki vita, „en hefði eg opin augun, held eg gæti þekt úr stýlinn hans Jónasar.“ Af formálanum fyrir fyrri útg. verður ekkert um þetta séð. Þorgeir segir bara, að „ekkert hafi verið til sparað, að úlleggingin yrði svo góð sem hér voru föng á.“ Og oft hafa lakari fengist við islenzka þýðingu á guðs- orðabókum. Látinn er bér í bænum 24. f. m. séra Lárus Halldórsson, f. 10/i 1851, prestvlgður að Valþjófsstað 1877, prófastur í N. M.prfd. 1879, leystur frá embætti 1883, prestur utanþjóðkirkjumanna i Reyðarfirði 188(5 og i Reykjavik 1899, en lét af því slarfi 1901. Þingmaðnr Sunnmýlinga 1886 — 1891. Hann kvæntist 1876 Kirstinu, dóttur Péturs organleikara Guðjohnsen, lifir hún mann sinn og 3 börn fullorðin. Séra Lárusar beilins verður minzt betur síðar. Séra Stefán B. Kristiusson á Völlum í Svarfaðardal verður sumarlangt i Noregi, og kynnir sér ]>ar kirkju- og skólalíf. Prcstkosning 16. f. m. á Stað i Steingrimsfirði Séra Guðlaugur i Skarðsþing- um kosinn með 78 atkv. Séra Böðvar aðst.pr. í Arnesi fékk 19,3 ógiid. Séra Pétur Þorstciusson aðstoðarprestur i Eydölum lor í siðasll. mánuði til Danmorkur á beilsubæli fyrir brjóstveika, Faðir luins séra Þorsteinn Þórarinsson þjónar enn með góðri heilsu. Hann verður júbilprestur í sumar. Biblíufélagið hélt ársfund sinn 27. f. m. Félagseignin í síðustu árslokin um 9000 kr. Landsjóðstillngið, sem greitt hefir verið í 7 ár. 1000 kr. á ári til þýðingar og útgáfu, greiðist nú í ár í síðasta sinni. Margar ótyrirsjáanlegar orsakir hafa orðið til að seinka útgáfu biblíunnar. Frá öndverðu var búist við að prentun yrði lokið fyrir júníbyrjun þ. á„ eri þess mun nú eigi að vænta fyr en í oklóber þ. á. Nú eru prentaðar 109 arkir, cn þær verða alls um 160.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.