Nýtt kirkjublað - 01.12.1908, Blaðsíða 2

Nýtt kirkjublað - 01.12.1908, Blaðsíða 2
NÝTT KIRKJUBLAÍ) isins, |)ar sem bæði frelsarinn sjálfur og ])ostul»r hans lækna sjúka með líkum hætti. Orðin, sem svo oft verða fyrir o?s í slíkum sögum, orðin: „Þín trú hefir hjálpað j)ér!“ hætta að verða oss sá ásteytingarsteinn, sem þau hafa verið mörg- um hverjum hingað til, ef framkvæmd slíkra „kraftaverka“ ætti sér stað enn í dag. Eða hvílíku Ijósi væri með |)ví hrugð- ið upp yfir ýmislegt i guðspjöllunum, t. a. m. yfir jæssi orð: „Hann (Jesús) gat ekki gjört þar nein kraftaverk sökum van- trúar þeirra.“ Hugsað gæti eg mér nú, að einhver vildi draga úr þýð- ingu j)essa með þvi að segja: Jú, Kristur gat gjört slík verk vegna síns yfirnáttúrlega máttar, en slíkur máttur er ekki öðr- um gefinn. Sú mótbára nær þó skamt. Sjálf ritningin her þess mai’gvíslegan vott, að kraftaverkagéfan var alls ekki neitt, er einkendi Jesúm sérstaklega. Vér vitum öll, að sama gáfan er þar eignuð ýmsum öðrum. Spámenn gamla testamentisins gjöra kraftaverk. Sömuleiðis postular Jesú, eins og áður er drepið á. Og sjálfur kemst Jesús meira að segja svo að orði í Jóh. guðspjalli (14. kap.): „Sannlega, sannlega segi eg yður: Sá sem trúir á mig, mun einnig (jjöraþau verTt sem eg gjöri: og hann mun gjöra meiri verk en þessi.“ Vér sjáum á þessu, að Jesús gjörir engan mun á sínum eigin kraftaverkum og þeirra, sem á hann trúa. Og því fer svo fjarri, að hann álíti sjálfan sig öðrum fremri að því er snertir framkvæmdir kraftaverka, að hann gjöri ráð fyrir enn meiri, enn nýstár- legri og undursamlegri kraftaverkurn meðal trúaðra játenda sinna á ókonmum tímum, en þeim, sem hann sjálfur gjörði. En svo er hitt atriðið, sem eg vildi henda á í sambandi við kraftaverkamálið, og ætti j>að að gjöra kristnum mönnum enn auðveldara að trúa á kraftaverkin. Þetta atriði er tilvera hins lifanda guðs. Með tilveru hins lifanda guðs er gefinn möguleiki krafta- verka. Vert er að taka eftir því, að þeir sem á vorum dög- unr hafa gjört hvað mest að því í nafni vísindanna að full- vissa menn um, að engin kraftaverk séu möguleg, eru ein- mitt menn, sem meðal annars hafna tilveru guðs, t. a. m. materíalistarnir. Og forgöngumenn þeirra í jæssari kraftaverka- afneitun, — deistarnir á Englandi á 17. öld — voru menn, sem að vísu neituðu ekki tilveru guðs, en jieir kendu að guð væri

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.