Nýtt kirkjublað - 01.12.1908, Blaðsíða 11

Nýtt kirkjublað - 01.12.1908, Blaðsíða 11
NÝTT KIRKJUBLAÐ 275 eyingum, var leikbróðir minn um nokkrar vikur, sonur eða fóstursonur látins prests í Grímsey, og man eg tvent er hann sagði okkur af mörgu um yfirburði Grímseyinga. Annað var |>að, að þeir bæru ekki út ár, ef nokkur andi væri, sigldu allan vind, og sögðum við drengirnir í landi að það væri ekki annað en leti úr þeim. Hitt fanst okkur meira um, að Gríms- eyingar væri svo góðir skákmenn, að eigi sæust handaskil í boi'ðinu fyrri en anrtar hvor væri orðinn mát. En það sem bezt kom úr Grímsey var harðfiskur, bak- aður á klöppunum undir björgunum, sætari en alt sem sætt var, úr úthafs seltu-loftinu, og sullkveikjulaus, því að enginn var hundurinn í eynni. Það voru gjafaskifti, sem nú munu gengin úr móð. Mig minnir að hann ætti heima í Básum, sá gamli og góði frændi okkar, sem gaf okkur fiskifjórðungana á hverju sumri, og féklc svo — aö landslagi réttu — smjörfjórðunga aftur að gjöf. Og var það alt gert með arabískri kurteisi. Grímseyjarpresturinn er heldur sjaldséður gestur í Reykja- vík og N. Kbl. spurði hann því ýmsra frétta: Býlin eru nú 13 á eynni, fólkið um 90 manns. Kirkjan er orðin 40 ára, séra Daníel prófastur á Hrafnagili lét reisa, var vandað til hennar og húsið málað, Rétt hjá kirkjunni í Miðgörðum er nú risið upp fyrir 3 árum vænt hús og myndarlegt. Það er alt í senn: skóli, samkomuhús og bóka- safn. Húsið var reist af 4000 kr. láni, upp á Fiskes-gjöfina. Af henni hefir stjórnarróðið nú fengið o. 9000 kr., og þegar gjöfin er öll af hendi greidd, eftir ein 8—10 ár verður sá höfuðstóll yfir 40,000 kr. — Verði fólksfjöldinn í eynni svip- aður um það leyti, koma 20 kr. ársvextir á mann. Það er eins og okkur hérna i Reykjavík væri lagðar i lófann yfir 200,000 kr. á óri. Þessari rniklu gjöf til Grímseyjar á að verja til jarðabóta, húsa^óta og mentunar, og verða hennar ef- laust miklar og góðar menjar er fram líða stundir. 1 skólahúsinu eru geymdar bækurnar sem Fiske hefir gefið þangað. Þar á og að koma stór olíumynd af honum. Auk þess eru þar myndir af honum á hverjum bæ. Guð- mundur góði er alveg gleymdur í Grímsey, enda eru brunn- arnir þornaðir sem hann vígði. Fiske er og verður að mak- legleikum dýrðlingur eyjarskeggja. Séra Matthías hefir kent 3 undanfarna vetur kauplaust,

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.