Nýtt kirkjublað - 01.02.1909, Page 1

Nýtt kirkjublað - 01.02.1909, Page 1
NYTT KÍRKJUBLAÐ H ALFSMÁN AÐ ARRIT FYRIE, KRISTINDÓH OG KRISTILEGA MENNING 1909. Reykjavik, 1. febrúar 3. blað í ireiiándakyöld 1909. Niðurlag: prédikuuar. Ef ]iín sál er angurvær, ef þú stendur öllum tjær, ef þú manna reiði hlýlur, ef þú neins ei hjálpar nýtur — horf þú upp í liimins borg, hverfa mun þá öll þín sorg! Sh. 47. — — — Kæra, angurværa, kristna sál! Þú sál, ]jú sem eitthvað óttast eða einhverju kvíðir. Þú sál, sem ein- hverju þungu stríði stríðir Þú saknandi sál, sem grætur góðan burtfarinn ástvin Þú móður- föður- eða vinar-sál, sem dag og nótt ert að líða og stríða fyrir dauðsjúkt eða deyjandi elskubarnið þitt, eða annað ástmenni, — horfþú nú og horf þú ávalt upp í himins borg — því hverfa mun þá öll þín sorg — við dýrðar og sælu-sjónirnar þar uppi. En sjónaukann þarftu að liafa: trúna sem frelsarinn kendi þér og vonirnar sem hann gaf þér þarft þú að hafa, og elskuna sem hann sýndi þér og bauð, elskuna til guðs og alls góðs, og kærleikann til manna þarft þú líka að hafa, því guð er kærleikurinn og himins borg er kærleikans borg, sem engnn fær séð inn í, nema með kærleiksaugum, augum kær- leikans eins og Kristur kendi hann og sýndi hann. Góðir vinir, angurværir og ekki angurværir! Nú eru blessuð jólin að enda, gamalt, erfitt ár er farið og nýtt byrjað. Endum þá nú blessuð jólin, fæðingarhátið frelsavans, með því að setja oss sem bezt fyrir sjónir alian þann fögnuð sem fæðingarfregn hans boðar, rifja alt sem bezt upp sem hann hefir kent oss og gert fyrir oss með lífi sínu og dauða og upprisu. Og reynum að lifa eftir því á þessu ári, — eða deyja, hvort

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.