Nýtt kirkjublað - 01.02.1909, Page 4

Nýtt kirkjublað - 01.02.1909, Page 4
28_ _ _____ NÝTT KIRKJUBLAfi» Á fátæku sveitaheimili hér á landi kom það fyvir síðla sumars fyrir fáum árum, að tveir drengir týndusl. Móðir ])eirra var ein heima lijá B börnum, önnum kafin. Og nokkru eftir miðaftan fór hún að svæfa yngsta barnið. Þá báðu tveir eldri drengirnir — annar 5 ára, hinn 3 ára — hana um að mega leika sér úti í kringum bæinn á meðan. En nú fór að skyggja. Þegar móðirin var birin að svæfa litla barnið, fór hún út að gæta að drengjunum sínum, en sá ])á hvergi. Hún leitaði þeirra á túninu með öndina í hálsinum, en fann ]>á ekki. Tvíbýli var á bænum. Og konur á hinu heimilinu fóru að leita með henni. I því kom faðirinn heim. Og hann fór líka að leita. Hann hljóp til næsta bæjar, sem var örskamt þaðan og var prestsetur. Ekki böfðu drengirnir komið þangað Preslurinn aflaði sér í snatri fleira leitarfólks í nágrenn- inu og loks var komið um 40 manns í leitina. En nú dimdi óðum. Og allir leituðu með öndina í bálsinum að litlu drengj- unum. Angist móðurinnar fór sívaxandi. Og alt fólkið var fult meðaumkunar með móðurinni. Og myrkrið féll á og nóttin færðist yfir, en drengirnir fundust ekki Að vísu var veðrið milt, svo að flestir vonuðu að dreng- irnir mundu lifa af um nóttina, ef þeir lentu ekki ofan í einbverja hættu. En öllum var órótt, þvi að alt af voru þeir að bugsa um litlu drengina, livað þeir mundu verða hræddir úti í myrkrinu og bvað þeim mundi verða kalt, og að ef til vill mundu þeir lenda ofan í einhvern lækinn eða pittinn eða kelduna. Og annað hræðsluefnið var enn meira: þeir óttuðust að móðirin mundi springa af harmi um nótlina. Svo ákaflega grét hún yfir því að bafa mist drengina út frá sér. En fólkið hélt áfram að leita, — leilaði alla nóttina. Siðast varð prestiuum svo órólt, að hann tók hest sinn og fór ríðandi í leitina, til þess að komast fljótara vfir. Og með þeim hætti barst hann langt í burt frá hinu leilarfólkinu.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.