Nýtt kirkjublað - 01.02.1909, Síða 11

Nýtt kirkjublað - 01.02.1909, Síða 11
NÝTT KIRKJUBLAÐ. 35 hefir vermt jafnmörg köld hjörtu og hann; enginn hefir bœtt úr böli jafnmargra og hann; enginn þerrað jafnmarga tárvota hvarma og hann! Og ]>ó er guðsríki enn ekki komið í fyllingu sinni — ]>ó er síðasta takmarkinu enn ekki náð! En ])vi skal verða náð, Jesús skal um síðir ná takmarki sínu. Sigurinn skal uni síðir verða hans megin, hvernig sem ilskunnar öfl reyna að aftra því. Sannleikans konung- ur er ávalt sigursœll konungur. Eins og lilið Heljar hafa ekki unnið bug á riki bans hingað til, munu þau ekki held- ur gjöra ]>að hér eftir, — og eins og hann hefir verið með söfnuði sínum hingað til, svo mun hann og verða það hér eftir — samkvæmt orði sínu — alt til enda veraldarinnar. En vort er að biðja og iðja. Vort er að biðja, að guðs- ríki komi, komi til vor í sífelt sannari og fullkomnari mynd. Vort er lika að )ðja, — vinna að útbreiðslu ríkis hans, vinna að þvi að útlit jarðarinnar breytist, mannlifið umskap- ist og endurnýist fyrir kraft Jesú orðs og anda, unz sú öld upprennur, er laufskálatjöld guðsríkis taka yfir gjörvallan beim — unz „hið gamla er farið, og sjá, alt orðið nýtt!“ J. H. Um krisiindóm og mannúð. í rifgjörð sinni um uppruna mannhynsins kemst Dr. Helgi Pétursson svo að orði á einum stað: „Yfirleitt er mjög erfitt að leggja trúnað á það mál sumra manna, að ufturför í grimd en framíarir í mannúð séu fyrst og fremst kirkjunni og trúuni að þakka. A síðustu 2—300 árum liaía íramfarir Evrópu í mannúð óefað verið miklu meiri en um 16—17 aldir þar á undan; en varla mun nokkur treysta sér til að halda því fram, að efling kirkju og trúar sé það, sem eitikum einkenni 2 eða 3 síð- astliðnar aldir, og að tiúinþvi hafiá þessum 200 árum getað áork- að meiru í þessu efni en um nærfelt 1700 ár áður.“ (Skírnir 1906, bls. 62-63). Það er varla við öðru að búast, eu að nokkuð langt líði þangað til visindalega fullkomið svar upp á þetta geti komið

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.